Enski boltinn

Æfingaleikir: Fulham slátraði Werder Bremen

Elvar Geir Magnússon skrifar
Úr leik Fulham og Werder Bremen.
Úr leik Fulham og Werder Bremen.

Vika er í að enska úrvalsdeildin hefjist á nýjan leik og liðin eru að taka sína síðustu æfingaleiki fyrir mót. Fulham sýndi sparihliðarnar gegn þýska liðinu Werder Bremen og vann 5-1.

Zoltan Gera gerði þrennu á ellefu mínútum í leiknum en þýska liðið skoraði fyrsta markið. Bobby Zamora og Eddie Johnson komust einnig á blað fyrir Fulham.

Birmingham tapaði 0-1 fyrir Real Mallorca í öðrum æfingaleik sem fram fór í dag. Emilio Nsue skoraði eina mark leiksins í seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×