Enski boltinn

West Ham vann SBOBET-bikarinn

Elvar Geir Magnússon skrifar

Avram Grant hefur unnið sinn fyrsta titil sem stjóri West Ham en liðið vann Deportivo La Coruna í leik um hinn svokallaða SBOBET-bikar.

Staðan var markalaus eftir venjulegan leiktíma og Hamrarnir unnu vítaspyrnukeppnina 5-3. Deportivo hafði fengið hættulegri færi í leiknum.

West Ham hefur gengið vel á undirbúningstímabilinu og er ósigrað eftir sjö leiki. Liðið mætir Aston Villa í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar eftir viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×