Fótbolti

Rangers í viðræður um Eið Smára

Elvar Geir Magnússon skrifar
Eiður Smári í leik með Tottenham.
Eiður Smári í leik með Tottenham.

Skotlandsmeistarar Glasgow Rangers eru komnir í viðræður við franska félagið Monaco um kaup á íslenska landsliðsmanninum Eiði Smára Guðjohnsen.

Þetta kemur fram í frönskum fjölmiðlum í morgun. Mál Eiðs Smára hafa verið í lausu lofti í sumar en kappinn var lánaður til Tottenham á síðasta leiktímabili.

Harry Redknapp, stjóri Tottenahm, hefur ekki sóst eftir því að endurheimta Eið samkvæmt fréttum. Keppni í skoska boltanum hefst eftir viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×