Enski boltinn

Keane tryggði Tottenham sigur á Fiorentina

Elvar Geir Magnússon skrifar
Wilson Palacios og Alberto Gilardino í leiknum í dag.
Wilson Palacios og Alberto Gilardino í leiknum í dag.

Robbie Keane tryggði Tottenham verðskuldaðan sigur á Fiorentina í æfingaleik í dag. Keane skoraði sigurmarkið í 3-2 sigri í blálok leiksins.

Ítalska liðið tók forystuna eftir aðeins sex mínútna leik með skallamarki Alberto Gilardino. Tuttugu mínútum síðar jafnaði Giovani Dos Santos í 1-1.

En Fiorentina endurheimti forystu sína tíu mínútum fyrir hálfleik þegar Cristiano Zanetti vippaði boltanum glæsilega innfyrir á Adem Ljacic sem þakkaði fyrir sig og skorað.

Á 56. mínútu jafnaði Robbie Keane í 2-2 eftir undirbúning Tom Huddlestone en báðir komu þeir inná í hálfleik. Keane bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Tottenham í lok leiksins og tryggði sigurinn.

Tottenham (4-4-2): Gomes (Cudicini. 68); Kaboul, King (Walker, 68), Bassong, Assou-Ekotto (Naughton, 78), Lennon (Kranjcar, 46), Jenas (Huddlestone, 46), Palacios (Livermore, 78), Giovani, Pavlyuchenko (Rose, 68), Crouch (Keane, 46).

Byrjunarlið Fiorentina (4-4-2): Frey; Comotto, Natali, Felipe, Pasqual; Waigo, Donadel, Zanetti, Marchioni; Ljajic, Gilardino.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×