Enski boltinn

Anelka: Tottenham mun berjast um titilinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Nicolas Anelka.
Nicolas Anelka.

Nicolas Anelka, sóknarmaður Chelsea, hefur trú á því að Tottenham hafi gæði til að blanda sér í titilbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég hef mikið álit á Spurs. Þeir eru að mínu mati alveg líklegir til að hampa titlinum," sagði Anelka í viðtali.

Hann segir að aðalmarkmið Chelsea fyrir tímabilið sé að vinna Meistaradeildina. „Við stefnum á sigur í öllum keppnum sem við erum í en það verður erfitt að afreka sömu hluti og Inter og vinna þrennuna," sagði Anelka.

„Manchester United, Liverpool og Arsenal verða öll í baráttunni og sama gildir um Manchester City. Ég spái því að komandi tímabil verði það svakalegasta í sögu ensku úrvalsdeildarinnar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×