Enski boltinn

Barton ætlar að gefa Carroll góð ráð - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll.
Andy Carroll. Mynd/Nordic Photos/Getty
Joey Barton, miðjumaður Newcastle, þekkir það vel að lenda í vandræðum utan vallar og hann ætlar að miðla af reynslu sinni til þess að hjálpa liðsfélaga sínum hjá Newcastle, Andy Carroll.

Newcastle vann 2-1 sigur á West Ham í ensku úrvalsdeildinni um helgina þar sem að Joey Barton lagði upp sigurmarkið fyrir Andy Carroll. Það má sjá mörkin úr leiknum með því að smella hér.

Andy Carroll þarf að búa hjá fyrirliðanum Kevin Nolan samkvæmt úrskurði dómara eftir að hafa ráðist á gamla kærustu en það er líka ekki í fyrsta sinn sem hann lendir í vandræðum utan vallar.

„Orðspor mitt hefur hamlað minni för í langan tíma og ég ætla að reyna að sjá til þess að Andy fari ekki sömu leið," sagði Joey Barton sem hefur sjálfur setið inni fyrir líkamsárás.

„Ég hef verið í hans skóm og Andry veit hvar ég er ef hann þarf á mér að halda," sagði Joey Barton.

„Andy er frábær strákur og hann á möguleika á að vera heimsklassa leikmaður. Hann hefur hæfileika til þess að ná lagt ef að hann heldur rétt á spöðunum," sagði Barton.

Andy Carroll er aðeins 21 árs gamall en hann hefur skorað 5 mörk í fyrstu 9 leikjum Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×