Enski boltinn

Mancini: Góðir möguleikar á 4. sætinu ef Adebayor og Tevez ná vel saman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/Getty Images

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, sá sína menn fara illa með heimamenn í Burnley á Turf Moor í kvöld og var að sjálfsögðu sáttur með leik sinna manna sem unnu 6-1 sigur.

„Ég er mjög ánægður enda spiluðum við mjög vel í þessum leik. Veðrið var ekki gott og það var erfitt að spila fótbolta í seinni hálfleiknum," sagði Roberto Mancini en City-liðið var komið í 5-0 í hálfleik.

Emanuel Adebayor skoraði tvö mörk fyrir City í leiknum þar af annað þeirra eftir stoðsendingu frá Carlos Tevez.

„Ef Emanuel Adebayor og Carlos Tevez ná vel saman þá eigum við góða möguleika á því að ná fjórða sætinu. Við eigum sex erfiða leiki eftir og við verðum að reyna að bæta okkar leik í hverjum þeirra," sagði Mancini.

Manchester City er nú með eins stigs forskot á Tottenham í fjórða sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×