Enski boltinn

Tony Pulis lét veikan Kenwyne Jones byrja frekar en Eið Smára

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og Kenwyne Jones.
Eiður Smári Guðjohnsen og Kenwyne Jones. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen hefur ekki enn fengið að byrja leik með Stoke City síðan að hann kom til liðsins í lok ágústmánaðar og íslenski landsliðsmaðurinn var enn á ný á bekknum þegar liðið tapaði 1-3 á móti West ham í enska deildarbikarnum í vikunni.

Tony Pulis, stjóri Stoke, vildi frekar nota Kenwyne Jones þrátt fyrir að hann hafi kvartað undan veikindum og ekki viljað spila. Eiður Smári kom síðan inn á fyrir Jones á 58 .mínútu þegar staðan var 1-0 fyrir Stoke.

„Kenwyne vildi ekki spila leikinn en ég stappaði í hann stálinu og sendi hann út á völlinn. Hann var sveittur og kaldur og sagðist hafa verið slappur í viku," sagði Tony Pulis.

Tony Pulis var með þá Kenwyne Jones og Jermaine Pennant í byrjunarliðinu á móti West Ham en þurfti að taka þá báða útaf vegna veikinda.

„Við erum að vonast til þess að Kenwyne Jones og Jermaine Pennant verði orðnir góðir fyrir leikinn á móti Everton. Það er eitthvað að ganga í liðinu," sagði Tony Pulis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×