Fræg á fölskum forsendum 30. júlí 2010 06:15 Belgíski tónlistarmaðurinn hefur viðurkennt að hafa ekki sungið lagið Ca Plane Pour Moi.nordicphotos/getty Belgíski tónlistarmaðurinn Plastic Bertrand hefur viðurkennt að hafa ekki sungið lagið Ca Plane Pour Moi sem kom út árið 1977 við miklar vinsældir. Bertrand er ekki sá fyrsti sem slær í gegn á fölskum forsendum. Plastic Bertrand steig fram á sjónarsviðið með lagið Ca Plane Pour Moi árið 1977 og árið eftir komst það í áttunda sæti á breska vinsældarlistanum. Íslendingar ættu að kannast við lagið því Hemmi Gunn tók það upp á sína arma og söng það í íslenskri þýðingu, Einn dans við mig. Réttarhöld hafa staðið yfir í Belgíu til að skera úr um hver hafi í raun og veru sungið Ca Plane Pour Moi. Upptökustjóri þess, Lou Deprijck, gaf út sína útgáfu af laginu árið 2006 og hélt því fram að hann hefði líka sungið upprunalegu útgáfuna. Þá fór málið fyrir dómstóla og Bertrand var dæmdur sigur. Núna hefur aftur verið réttað í málinu og eftir að belgískur málvísindamaður úrskurðaði að Bertrand gæti ekki hafa sungið lagið, viðurkenndi hann loksins að hafa logið að almenningi. „Þetta var ekki röddin mín. Mig langaði að syngja en hann hleypti mér ekki inn í hljóðverið," sagði Bertrand. Hann bætti við að Deprijck hafi beðið hann um að þegja yfir sannleikanum og fá í staðinn 0,5% af höfundarlaununum. Lofaði hann að rödd Bertrand yrði notuð í annarri útgáfu lagsins en stóð ekki við það. Mörg önnur dæmi eru til um að söngvarar slái í gegn á fölskum forsendum með því að þykjast syngja. Það þekktasta er líklega poppdúóið Milli Vanilli frá níunda áratugnum, sem var skipað þeim Fabrice Morvan og Robert Pilatus. Þeir áttu nokkur vinsæl lög, þar á meðal Girl I"m Gonna Miss You og fengu meira að segja Grammy-verðlaun fyrir „frammistöðu" sína. Þegar í ljós kom að þeir höfðu aldrei sungið lögin urðu þeir að aðhlátursefni í tónlistarbransanum. Þýskur upptökustjóri lagsins hafði ákveðið að hinir raunverulegu söngvarar hefðu ekki útlitið með sér til að fylgja laginu eftir opinberlega. Ítalska danshljómsveitin Black Box komst á toppinn árið 1989 með laginu Ride On Time. Dansdívan Loleatta Holloway söng upprunalegu útgáfuna árið 1980 en fyrirsætan Katherina Quinol, „söngkona" Black Box, þóttist vera með kröftuga rödd Holloway í breska tónlistarþættinum Top of the Pops. Á undanförnum árum hafa söngkonurnar Ashlee Simpson og Britney Spears báðar verið gagnrýndar fyrir að þykjast syngja á tónleikum. „Söngur" Simpson í þættinum Saturday Night Live er frægur. Þar spilaði hljómsveit þáttarins eitt lag á meðan upptaka með rödd Simpson við annað lag hljómaði undir. Spears hefur viðurkennt að þykjast syngja hluta af lögunum sínum á tónleikum. Þannig vill hún komast hjá því að kröftug dansatriðin hafi áhrif á rödd hennar. Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Belgíski tónlistarmaðurinn Plastic Bertrand hefur viðurkennt að hafa ekki sungið lagið Ca Plane Pour Moi sem kom út árið 1977 við miklar vinsældir. Bertrand er ekki sá fyrsti sem slær í gegn á fölskum forsendum. Plastic Bertrand steig fram á sjónarsviðið með lagið Ca Plane Pour Moi árið 1977 og árið eftir komst það í áttunda sæti á breska vinsældarlistanum. Íslendingar ættu að kannast við lagið því Hemmi Gunn tók það upp á sína arma og söng það í íslenskri þýðingu, Einn dans við mig. Réttarhöld hafa staðið yfir í Belgíu til að skera úr um hver hafi í raun og veru sungið Ca Plane Pour Moi. Upptökustjóri þess, Lou Deprijck, gaf út sína útgáfu af laginu árið 2006 og hélt því fram að hann hefði líka sungið upprunalegu útgáfuna. Þá fór málið fyrir dómstóla og Bertrand var dæmdur sigur. Núna hefur aftur verið réttað í málinu og eftir að belgískur málvísindamaður úrskurðaði að Bertrand gæti ekki hafa sungið lagið, viðurkenndi hann loksins að hafa logið að almenningi. „Þetta var ekki röddin mín. Mig langaði að syngja en hann hleypti mér ekki inn í hljóðverið," sagði Bertrand. Hann bætti við að Deprijck hafi beðið hann um að þegja yfir sannleikanum og fá í staðinn 0,5% af höfundarlaununum. Lofaði hann að rödd Bertrand yrði notuð í annarri útgáfu lagsins en stóð ekki við það. Mörg önnur dæmi eru til um að söngvarar slái í gegn á fölskum forsendum með því að þykjast syngja. Það þekktasta er líklega poppdúóið Milli Vanilli frá níunda áratugnum, sem var skipað þeim Fabrice Morvan og Robert Pilatus. Þeir áttu nokkur vinsæl lög, þar á meðal Girl I"m Gonna Miss You og fengu meira að segja Grammy-verðlaun fyrir „frammistöðu" sína. Þegar í ljós kom að þeir höfðu aldrei sungið lögin urðu þeir að aðhlátursefni í tónlistarbransanum. Þýskur upptökustjóri lagsins hafði ákveðið að hinir raunverulegu söngvarar hefðu ekki útlitið með sér til að fylgja laginu eftir opinberlega. Ítalska danshljómsveitin Black Box komst á toppinn árið 1989 með laginu Ride On Time. Dansdívan Loleatta Holloway söng upprunalegu útgáfuna árið 1980 en fyrirsætan Katherina Quinol, „söngkona" Black Box, þóttist vera með kröftuga rödd Holloway í breska tónlistarþættinum Top of the Pops. Á undanförnum árum hafa söngkonurnar Ashlee Simpson og Britney Spears báðar verið gagnrýndar fyrir að þykjast syngja á tónleikum. „Söngur" Simpson í þættinum Saturday Night Live er frægur. Þar spilaði hljómsveit þáttarins eitt lag á meðan upptaka með rödd Simpson við annað lag hljómaði undir. Spears hefur viðurkennt að þykjast syngja hluta af lögunum sínum á tónleikum. Þannig vill hún komast hjá því að kröftug dansatriðin hafi áhrif á rödd hennar.
Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Blö byrjar árið á bingói Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein