Fótbolti

Toulalan segir að öllum sé um að kenna en ekki bara Evra

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Jeremy Toulalan segir að öllum leikmannahópi franska landsliðsins sé að kenna fyrir verkfallið sem liðið fór í á meðan á HM stóð. Patrice Evra hefur hingað til verið kennt um nánast allt.

Fyrrum leikmenn franska liðsins, til að mynda Marcel Desailly og Lilian Thuram, hafa kennt Evra um og heimtað að hann fái leikbann.

En Toulalan segir að Evra hafi ekki verið einn að.

"Ég er ekki stoltur af því sem gerðist en ég axla ábyrgð í málinu. Það var enginn sem hvatti til þessa frekar en einhver annar, það voru engir góðir gæjar eða vondir," sagði Toulalan sem leikur með Lyon.

"Við vorum allir viðriðnir málið og enginn mótmælti þessu. Við hefðum átt að tala meira við hvorn annan innan sem utan vallar," sagði leikmaðurinn sem segir að hann fái enn martraðir þegar hann hugsar til mótsins og hvernig Frakkar klúðruðu sínum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×