Enski boltinn

Riera kominn í skammarkrókinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Albert Riera segir að Rafa Benítez hafi eitthvað á móti sér persónulega.
Albert Riera segir að Rafa Benítez hafi eitthvað á móti sér persónulega.

Albert Riera hjá Liverpool hefur verið settur í bann hjá félaginu eftir að hafa farið ófögrum orðum um knattspyrnustjórann Rafa Benítez í viðtali.

Riera hefur lítið fengið að spila að undanförnu og líkti Liverpool við sökkvandi skip. Hann mun líklega fá sekt frá félaginu

Honum hefur verið skipað að mæta ekki á æfingar þar til á mánudag. Með því að smella á tengilinn hér að neðan geturðu séð hvað Riera sagði í viðtalinu umtalaða.


Tengdar fréttir

Albert Riera: Liverpool er sökkvandi skip

Albert Riera, leikmaður Liverpool, lætur knattspyrnustjórann Rafael Benítez heyra það í viðtali við spænskan fjölmiðil. Hann segist vilja komast burt frá Liverpool sem sé í raun sökkvandi skip.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×