Enski boltinn

Ancelotti missti föður sinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. Nordic Photos / Getty Images

Carlo Ancelotti verður fjarverandi næstu dagana hjá Chelsea vegna dauðsfalls föður hans. Chelsea mætir Arsenal á sunnudaginn kemur.

Ancelotti flaug heim til Ítalíu fyrr í vikunni en faðir hans lést í gærkvöldi. Hann var 87 ára gamall. Jarðarförin fer fram á laugardaginn og kemur Ancelotti aftur til Englands eftir hana.

Hann verður því á hliðarlínunni á leiknum á sunnudaginn en mun ekki geta tekið þátt í undirbúningi liðsins fram að honum.

Chelsea tapaði um helgina fyrir Manchester City eftir að hafa unnið fyrstu fimm leiki tímabilsins. Liðið er á toppi deildarinnar, með þriggja stiga forystu á Manchester United og fjögurra stiga forystu á Arsenal og City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×