Enski boltinn

Van der Vaart: Tottenham stærra en Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafael van der Vaart fagnar marki í leik með Tottenham.
Rafael van der Vaart fagnar marki í leik með Tottenham. Nordic Photos / Getty Images
Rafael van der Vaart, nýr leikmaður Tottenham, segir að félagið sitt sé stærra en erkifjendurnir og grannarnir í Arsenal.

„Spurs er stærra félag," sagði van der Vaart í samtali við enska fjölmiðla en þau mætast í ensku deildabikarkeppninni annað kvöld.

„Það hafa allir verið að tala um þennan leik undanfarna viku," sagði hann. „Robin [van Persie] sagði mér þegar við vorum saman með landsliðinu hversu mikið mál það er þegar þessi tvö lið mætast. Ég hlakka mikið til leiksins."

Van der Vaart segir að honum líki vistin vel í Englandi en þangað kom hann frá Spáni þar sem hann var á mála hjá Real Madrid.

„Við erum í liði sem elskar að spila fótbolta. Ég elska að vera í Englandi þó svo að ég hafi aðeins verið hér í tvær vikur."

„Hraðinn í leikjunum er miklu meiri en hjá Real Madrid. Lið eins og Wolves eru virkilega sterk og hætta aldrei að hlaupa. Maður fær aldrei frið."

Van der Vaart lofaði einnig knattspyrnutsjórann Harry Redknapp. „Hann er frábær maður sem býr yfir frábærum persónuleika. Ég tel að hann gæti orðið landsliðsþjálfari Englands."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×