Fótbolti

Busquets lætur ránið ekkert trufla sig

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Puyol og Busquets.
Puyol og Busquets. AFP
Sergio Busquets segir að einbeiting sín sé ekki eyðilögð þrátt fyrir að vera rændur á hóteli spænska liðsins í vikunni. Hann og Pedro voru rændur, um 1300 pundum var stolið af þeim ásamt skjölum og fleira. "Engum líkar að vera rændur en þetta er búið og gert og það er ekki hægt að gera neitt í þessu núna. Sannleikurinn er sá að ég myndi skipta á veskinu mínu og því að upplifa HM," sagði Busquets. "Við erum fullir sjálfstrausts og við höfum á frábæru liði að skipa. Við spiluðum okkar besta leik gegn Þjóðverjum og vonandi er enn betra í vændum," sagði miðjumaðurinn sem bendir á Wesley Sneijder sem lykilmann í hollenska liðinu. "Þetta verður erfiður leikur og við verðum að stoppa Sneijder. Við verðum að loka á hann og hann má ekkert ná að hugsa. Ef hann gerir það getur hann auðveldlega komið sér í góðar stöður eða fundið félaga sína."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×