Enski boltinn

Sol Campbell ekki búinn að gefa upp landsliðsvonina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sol Campbell í leik með Arsenal á síðustu leiktíð.
Sol Campbell í leik með Arsenal á síðustu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images

Sol Campbell, nýr leikmaður Newcastle, segist enn gefa kost á sér í enska landsliðið.

Campbell verður 36 ára gamall síðar í mánuðinum og hann telur að hann eigi enn erindi í enska landsliðið.

„Þetta er í raun undir þeim sem stýra landsliðinu og knattspyrnusambandinu komið," sagði Campbell. „Það eru þeir sem taka allar ákvarðanirnar."

„En viðhorf þjóðarinnar skiptir líka máli. Sem dæmi má nefna Ítalíu þar sem markverðir og varnarmenn virðast geta haldið endalaust áfram."

„Þar er hægt að búa til langa lista yfir leikmenn sem hafa haldið áfram að spila með landsliðinu langt fram á fertugsaldurinn. Ég held að þetta sé líka spurning um viðhorf."

„Aldurinn er ekki aðalatriðið. Ef maður er í góðu formi, langar enn til að spila og býr þar að auki yfir reynslu tel ég þetta ekki stórt vandamál."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×