Enski boltinn

Sven Göran ræðir við Aston Villa

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Sven Göran Eriksson fór í viðtal hjá stjórnarmönnum Aston Villa vegna stjórastöðunnar hjá félaginu. Það leitar enn eftirmanns Martins O´Neill.

Eriksson ræddi einnig við Fulham fyrr í sumar en Mark Hughes var ráðinn þangað.

Alan Curbishley hefur einnig verið orðaður við stjórastöðuna hjá Villa líkt og þeir Ronald Koeman, Gianfranco Zola og Gerard Houllier.

Eriksson stýrði síðast landsliði Fílabeinsstrandarinnar á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×