Enski boltinn

Carson fær frí frá landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Scott Carson í leik með West Brom.
Scott Carson í leik með West Brom. Nordic Photos / Getty Images

Scott Carson verður ekki með enska landsliðinu gegn Búlgaríu í undankeppni EM 2012 annað kvöld vegna dauðsfalls í fjölskyldu hans.

Fabio Capello landsliðsþjálfari hefur valið Scott Loach úr U-21 landsliðinu í hans stað. Búist er við því að Joe Hart muni standa í marki enska liðsins á morgun.

Loach var líka á bekknum hjá enska landsliðinu þegar það lék vinnáttuleik gegn Ungverjum í síðasta mánuði.

Capello vonast þó til að Carson muni snúa aftur fyrir leik Englands gegn Sviss í Basel á þriðjudaginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×