Enski boltinn

Curbishley orðaður við Aston Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alan Curbishley.
Alan Curbishley. Nordic Photos / Getty Images

Alan Curbishley er einn þeirra sem kemur til greina sem næsti knattspyrnustjóri Aston Villa, eftir því sem kemur fram í enskum fjölmiðlum í dag.

Curbishley hefur ekki starfað sem knattspyrnustjóri síðan hann hætti hjá West Ham fyrir tveimur árum síðan.

Samkvæmt heimildum enskra fjölmiðla mun Curbishley farið í atvinnuviðtal hjá forráðamönnum Aston Villa í gær.

Martin O'Neill hætti óvænt sem knattspyrnustjóri Villa fyrir fáeinum vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×