Enski boltinn

Drogba vill enda ferilinn hjá Chelsea

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Didier Drogba er afar ánægður með lífið hjá Chelsea og hann hefur nú lýst því yfir að hann vilji enda ferilinn hjá félaginu.

Þessi 32 ára framherji hefur verið einn besti leikmaður ensku deildarinnar síðustu ár.

Hann skrifaði undir nýjan þriggja ára samning við Chelsea í fyrra og sá samningur rennur út lok leiktíðar árið 2012.

"Ég myndi elska að vera hjá Chelsea allan minn feril. Ég hef aldrei verið eins lengi hjá einu félagi en hér líður mér vel og þess vegna vil ég klára ferilinn hér," sagði Drogba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×