Segja vegið að kvikmyndagerð í landinu 25. janúar 2010 06:00 við tökur á hamrinum Hjálmtýr Heiðdal segir þátttöku RÚV forsendu fyrir fjármögnun íslenskra kvikmynda. Útvarpsstjóri segir það ekki geta verið málefni RÚV hverjir fái úthlutað styrkjum. Fréttablaðið/valli „Það er verið að veita íslenskri kvikmyndagerð náðarhöggið,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna um niðurskurðaraðgerðir RÚV. Þær fela meðal annars í sér að dregið verður úr kaupum á innlendum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og heimildarmyndum. Hjálmtýr segir að þátttaka RÚV sé forsenda fyrir fjármögnun íslenskra kvikmynda og þátta. „Fyrsta skrefið er ávallt að fá Sjónvarpið í lið með sér. Það verður að tryggja mynd sýningu til að hún fái styrk frá Kvikmyndamiðstöð. Það sama gildir um norræna og evrópska sjóði.“ Áður höfðu framlög ríkisins til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands verið skorin niður um 35 prósent. Hjálmtýr segir niðurskurð RÚV vera olíu á þann eld og gæti riðið íslenskum kvikmyndaiðnaði að fullu. „Það tekur langan tíma að fjármagna kvikmynd. Ef Kvikmyndamiðstöð er sett á hliðina í eitt eða tvö ár er það ávísun á langt tímabil stöðnunar.“ Í þjónustusamningi RÚV og menntamálaráðuneytisins frá 2006 segir meðal annars að RÚV skuli styrkja og efla innlenda kvikmyndagerð með því að kaupa og sýna efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Páll Magnússon útvarpsstjóri bendir á að forsenda samningsins sé sú að tekjur RÚV minnki ekki frá því sem þær voru að raungildi 2006. Sú grunnforsenda sé fallin. „Við reynum engu að síður að uppfylla lögbundið hlutverk okkar af fremsta megni en það er ljóst að þessi niðurskurður kemur niður á öllum þáttum starfseminnar. Á liðnu ári keyptum við og sýndum á þriðja tug heimildarmynda og það verður skorið niður eins og allt annað,“ segir hann. Páll segir kvikmyndagerðarmenn beina gagnrýni sinni í ranga átt. „Það er stjórnvalda að ákveða skilyrðin fyrir því hverjir fá úthlutun úr kvikmyndasjóði. Það verður þá bara að rjúfa þá tengingu að RÚV þurfi að skuldbinda sig til að kaupa og sýna viðkomandi mynd. Hvaða skilyrði menntamálaráðherra og Kvikmyndamiðstöð vilja hafa til að ráðstafa sínum peningum getur ekki verið málefni Ríkisútvarpsins.“ Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir alltaf álitamál hvernig sé forgangsraðað í niðurskurði. Hún muni kanna hvernig heimtur af nefskatti hafi skilað sér til RÚV og innlendrar kvikmyndargerðar. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
„Það er verið að veita íslenskri kvikmyndagerð náðarhöggið,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna um niðurskurðaraðgerðir RÚV. Þær fela meðal annars í sér að dregið verður úr kaupum á innlendum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og heimildarmyndum. Hjálmtýr segir að þátttaka RÚV sé forsenda fyrir fjármögnun íslenskra kvikmynda og þátta. „Fyrsta skrefið er ávallt að fá Sjónvarpið í lið með sér. Það verður að tryggja mynd sýningu til að hún fái styrk frá Kvikmyndamiðstöð. Það sama gildir um norræna og evrópska sjóði.“ Áður höfðu framlög ríkisins til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands verið skorin niður um 35 prósent. Hjálmtýr segir niðurskurð RÚV vera olíu á þann eld og gæti riðið íslenskum kvikmyndaiðnaði að fullu. „Það tekur langan tíma að fjármagna kvikmynd. Ef Kvikmyndamiðstöð er sett á hliðina í eitt eða tvö ár er það ávísun á langt tímabil stöðnunar.“ Í þjónustusamningi RÚV og menntamálaráðuneytisins frá 2006 segir meðal annars að RÚV skuli styrkja og efla innlenda kvikmyndagerð með því að kaupa og sýna efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Páll Magnússon útvarpsstjóri bendir á að forsenda samningsins sé sú að tekjur RÚV minnki ekki frá því sem þær voru að raungildi 2006. Sú grunnforsenda sé fallin. „Við reynum engu að síður að uppfylla lögbundið hlutverk okkar af fremsta megni en það er ljóst að þessi niðurskurður kemur niður á öllum þáttum starfseminnar. Á liðnu ári keyptum við og sýndum á þriðja tug heimildarmynda og það verður skorið niður eins og allt annað,“ segir hann. Páll segir kvikmyndagerðarmenn beina gagnrýni sinni í ranga átt. „Það er stjórnvalda að ákveða skilyrðin fyrir því hverjir fá úthlutun úr kvikmyndasjóði. Það verður þá bara að rjúfa þá tengingu að RÚV þurfi að skuldbinda sig til að kaupa og sýna viðkomandi mynd. Hvaða skilyrði menntamálaráðherra og Kvikmyndamiðstöð vilja hafa til að ráðstafa sínum peningum getur ekki verið málefni Ríkisútvarpsins.“ Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir alltaf álitamál hvernig sé forgangsraðað í niðurskurði. Hún muni kanna hvernig heimtur af nefskatti hafi skilað sér til RÚV og innlendrar kvikmyndargerðar. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira