Segja vegið að kvikmyndagerð í landinu 25. janúar 2010 06:00 við tökur á hamrinum Hjálmtýr Heiðdal segir þátttöku RÚV forsendu fyrir fjármögnun íslenskra kvikmynda. Útvarpsstjóri segir það ekki geta verið málefni RÚV hverjir fái úthlutað styrkjum. Fréttablaðið/valli „Það er verið að veita íslenskri kvikmyndagerð náðarhöggið,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna um niðurskurðaraðgerðir RÚV. Þær fela meðal annars í sér að dregið verður úr kaupum á innlendum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og heimildarmyndum. Hjálmtýr segir að þátttaka RÚV sé forsenda fyrir fjármögnun íslenskra kvikmynda og þátta. „Fyrsta skrefið er ávallt að fá Sjónvarpið í lið með sér. Það verður að tryggja mynd sýningu til að hún fái styrk frá Kvikmyndamiðstöð. Það sama gildir um norræna og evrópska sjóði.“ Áður höfðu framlög ríkisins til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands verið skorin niður um 35 prósent. Hjálmtýr segir niðurskurð RÚV vera olíu á þann eld og gæti riðið íslenskum kvikmyndaiðnaði að fullu. „Það tekur langan tíma að fjármagna kvikmynd. Ef Kvikmyndamiðstöð er sett á hliðina í eitt eða tvö ár er það ávísun á langt tímabil stöðnunar.“ Í þjónustusamningi RÚV og menntamálaráðuneytisins frá 2006 segir meðal annars að RÚV skuli styrkja og efla innlenda kvikmyndagerð með því að kaupa og sýna efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Páll Magnússon útvarpsstjóri bendir á að forsenda samningsins sé sú að tekjur RÚV minnki ekki frá því sem þær voru að raungildi 2006. Sú grunnforsenda sé fallin. „Við reynum engu að síður að uppfylla lögbundið hlutverk okkar af fremsta megni en það er ljóst að þessi niðurskurður kemur niður á öllum þáttum starfseminnar. Á liðnu ári keyptum við og sýndum á þriðja tug heimildarmynda og það verður skorið niður eins og allt annað,“ segir hann. Páll segir kvikmyndagerðarmenn beina gagnrýni sinni í ranga átt. „Það er stjórnvalda að ákveða skilyrðin fyrir því hverjir fá úthlutun úr kvikmyndasjóði. Það verður þá bara að rjúfa þá tengingu að RÚV þurfi að skuldbinda sig til að kaupa og sýna viðkomandi mynd. Hvaða skilyrði menntamálaráðherra og Kvikmyndamiðstöð vilja hafa til að ráðstafa sínum peningum getur ekki verið málefni Ríkisútvarpsins.“ Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir alltaf álitamál hvernig sé forgangsraðað í niðurskurði. Hún muni kanna hvernig heimtur af nefskatti hafi skilað sér til RÚV og innlendrar kvikmyndargerðar. bergsteinn@frettabladid.is Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
„Það er verið að veita íslenskri kvikmyndagerð náðarhöggið,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna um niðurskurðaraðgerðir RÚV. Þær fela meðal annars í sér að dregið verður úr kaupum á innlendum kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og heimildarmyndum. Hjálmtýr segir að þátttaka RÚV sé forsenda fyrir fjármögnun íslenskra kvikmynda og þátta. „Fyrsta skrefið er ávallt að fá Sjónvarpið í lið með sér. Það verður að tryggja mynd sýningu til að hún fái styrk frá Kvikmyndamiðstöð. Það sama gildir um norræna og evrópska sjóði.“ Áður höfðu framlög ríkisins til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands verið skorin niður um 35 prósent. Hjálmtýr segir niðurskurð RÚV vera olíu á þann eld og gæti riðið íslenskum kvikmyndaiðnaði að fullu. „Það tekur langan tíma að fjármagna kvikmynd. Ef Kvikmyndamiðstöð er sett á hliðina í eitt eða tvö ár er það ávísun á langt tímabil stöðnunar.“ Í þjónustusamningi RÚV og menntamálaráðuneytisins frá 2006 segir meðal annars að RÚV skuli styrkja og efla innlenda kvikmyndagerð með því að kaupa og sýna efni frá sjálfstæðum framleiðendum. Páll Magnússon útvarpsstjóri bendir á að forsenda samningsins sé sú að tekjur RÚV minnki ekki frá því sem þær voru að raungildi 2006. Sú grunnforsenda sé fallin. „Við reynum engu að síður að uppfylla lögbundið hlutverk okkar af fremsta megni en það er ljóst að þessi niðurskurður kemur niður á öllum þáttum starfseminnar. Á liðnu ári keyptum við og sýndum á þriðja tug heimildarmynda og það verður skorið niður eins og allt annað,“ segir hann. Páll segir kvikmyndagerðarmenn beina gagnrýni sinni í ranga átt. „Það er stjórnvalda að ákveða skilyrðin fyrir því hverjir fá úthlutun úr kvikmyndasjóði. Það verður þá bara að rjúfa þá tengingu að RÚV þurfi að skuldbinda sig til að kaupa og sýna viðkomandi mynd. Hvaða skilyrði menntamálaráðherra og Kvikmyndamiðstöð vilja hafa til að ráðstafa sínum peningum getur ekki verið málefni Ríkisútvarpsins.“ Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir alltaf álitamál hvernig sé forgangsraðað í niðurskurði. Hún muni kanna hvernig heimtur af nefskatti hafi skilað sér til RÚV og innlendrar kvikmyndargerðar. bergsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira