Enski boltinn

Mancini: Það mikilvægasta var að tapa ekki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/AP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, var nokkuð sáttur í leikslok eftir markalaust jafntefli á móti Manchester United í kvöld.

„Það allra mikilvægasta fyrir okkur og fyrir þá í þessum leik var að tapa ekki," sagði Roberto Mancini í viðtali við BBC.

„Þeir eru með sterkt lið og þeir vörðust vel. Það var ekki mikið um góð marktækifæri í þessum leik," sagði Mancini.

„Ég held að City-liðið hafi sannað það í kvöld að við erum með lið á sama getustigi og United," sagði Mancini.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×