Enski boltinn

Davies ætlar að spila aftur með enska landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Davies kemur hér inn á fyrir Peter Crouch.
Kevin Davies kemur hér inn á fyrir Peter Crouch. Nordic Photos / Getty Images

Kevin Davies vill halda sæti sínu í enska landsliðinu en hann lék sinn fyrsta leik með Englandi gegn Svartfjallalandi á þriðjudagskvöldið.

Davies kom inn á sem varamaður í leiknum og varð þar með elsti nýliðinn í sögu enska landsliðsins 33 ára gamall.

„Ég er mjög stoltur af því að hafa spilað með enska landsliðinu en nú er næst hjá mér að festast ekki í einum landsleik. Það eru margir leikmenn sem hafa spilað bara einn landsleik," sagði Davies.

„Ég fer nú aftur til Bolton og held mér við það sem ég hef verið að gera þar í sjö eða átta ár. Vonandi verður það nóg til að ég verði aftur valinn í landsliðið."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×