Enski boltinn

Osman frá í sex vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Leon Osman, leikmaður Everton, verður frá næstu sex vikurnar eftir að hann gekkst undir aðgerð á ökkla.

Osman meiddist í leik Everton gegn Liverpool um miðjan síðasta mánuð og var í fyrstu talið að hann þyrfti ekki að fara í aðgerð.

Nú hefur annað komið í ljós og verður hann nú sex vikur til viðbótar að jafna sig.

„Hann fór í aðgerðina á mánudaginn og virðist hún hafa tekist vel. Vonandi verður þetta til þess að hann fái fullan bata," sagði David Moyes, stjóri Everton.

Everton mætir Blackpool um helgina og sagði Moyes ekki reikna með því að Jack Rodwell verði búinn að jafna sig á sínum meiðslum í tæka tíð. Það gæti þó verið að hann komi við sögu sem varamaður í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×