Enski boltinn

Carroll dæmdur sekur - þarf að punga út 616 þúsund krónum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Carroll, framherji Newcastle.
Andy Carroll, framherji Newcastle. Mynd/AP
Andy Carroll, framherji Newcastle, var í dag dæmdur sekur fyrir að ráðast á mann á næturklúbbi fyrir tæpu ári síðan. Carroll sleppur við fangelsisvist en þarf að greiða sektir og skaðabætur upp á 3500 pund eða rúmlega 616 þúsund krónur íslenskar.

Carroll réðst að manni á Blu Bambu klúbbnum í Newcastle 7. desember í fyrra og þurfti maðurinn að fara á sjúkrahús vegna höfuðáverka. Carroll var sektaður um þúsund pund og dæmdur til að greiða fórnarlamdi sínu 2500 pund í skaðabætur.

Andy Carroll er þrátt fyrir þetta ekki laus við réttarsalinn því enn á eftir að taka það fyrir þegar hann réðst á gamla kærustu sína á dögunum. Carroll heldur fram sakleysi sínu þar og segir að um sjálfsvörn hafi verið að ræða.

Carroll var dæmdur til að búa heima hjá Kevin Nolan, fyrirliða Newcastle, þar til málið verið tekið fyrir eftir áramót.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×