Fótbolti

Heimsmeistararnir komnir heim

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Iker Casillas fyrirliði og Vicente del Bosque þjálfari sýna bikarinn er þeir stigu út úr flugvélinni.
Iker Casillas fyrirliði og Vicente del Bosque þjálfari sýna bikarinn er þeir stigu út úr flugvélinni.

Heimsmeistararnir í knattspyrnu eru komnir heim til Spánar en þeir lentu á flugvellinum í Madrid fyrr í dag.

Þó nokkur fjöldi var mættur út á flugvöll til þess að fagna liðinu en búist er við yfir milljón manns á götum Madridar er liðið mun keyra um borgina á opnum vagni.

Rútuferðin mun taka rúma tvo tíma en eftir það mætir liðið til veislu og mun verða fagnað á Spáni í allt kvöld.

Áður en liðið leggur af stað í rútuferðina þurfa leikmenn að taka létta siestu eins og lög gera ráð fyrir á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×