Enski boltinn

Kaupir rapparinn P Diddy enskt félag?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Næsti eigandi Crystal Palace?
Næsti eigandi Crystal Palace?

Ein allra athyglisverðasta fréttin í enskum fjölmiðlum er sú að rapparinn Sean Combs, þekktur sem P Diddy, hyggist gera tilboð í enska fótboltaliðið Crystal Palace.

Diddy vill verða næsti auðkýfingur til að eignast enskt fótboltalið samkvæmt The Sun og hyggst hann gefa Ian Wright stóra tækifærið og ráða hann sem knattspyrnustjóra Crystal Palace.

Fjárhagsvandræði skekja Crystal Palace sem er í harðri fallbaráttu í Coca-Cola deildinni. Tíu stig voru dregin frá félaginu eftir að það var sett í greiðslustöðvun.

Talsmaður P Diddy staðfesti við The Sun að rapparinn væri að íhuga möguleika á að kaupa Crystal Palace en væri einnig með annað félag í sigtinu.

„Hann gæti tekið yfir skuldir félagsins og komið því á beinu brautina aftur upp í úrvalsdeildina. Hann skoðaði líka Portsmouth en fannst Crystal Palace meira spennandi. Svo er hann líka hrifinn af nafninu á liðinu," sagði heimildarmaður The Sun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×