Enski boltinn

Manchester United keypti HM-gullmedalíu Nobby Stiles

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nobby Stiles.
Nobby Stiles. Nordic Photos / Getty Images
Manchester United keypti gullverðlaun Nobby Stiles á HM 1966 fyrir metfé á uppboði í gær. Stiles lék með United frá 1960 til 1971 og enska landsliðinu frá 1965 til 1970.

Stiles lék hverja einustu mínútu með enska landsliðinu á HM árið 1966 og hélt til að mynda Eusabio í skefjum er England vann Portúgal í undanúrslitum keppninnar.

United keypti verðlaunapeninginn á 188.200 pund eða um 33,5 milljónir króna. Það er mesta upphæð sem greidd hefur verið fyrir verðlaunpening í sögu knattspyrnunnar.

Félagið greiddi einnig tæp 50 þúsund pund fyrir sigurmedalíu Stiles þegar að United varð Evrópumeistari árið 1968 eftir sigur á Benfica í úrslitaleiknum sem fór fram á Wembley-leikvanginum.



Verðlaunapeningarnir verða til sýnis á Manchester United-safninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×