Enski boltinn

Fékk Liverpool ekki á tombóluverði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henry var mættur á völlinn í gær.
Henry var mættur á völlinn í gær.

Hinn nýi eigandi Liverpool, John W. Henry, segir það ekki vera rétt hjá fyrrum eigendum liðsins að hann hafi eignast Liverpool á spottprís.

Fyrirtæki Henry, NESV, keypti Liverpool á 300 milljónir punda sem var tala sem Tim Hicks og George Gillett sættu sig illa við.

"Ég veit þeir eru að segja að ég hafi fengið félagið ódýrt en ég lít alls ekki þannig á málið," sagði milljarðamæringurinn sem einnig á hafnaboltaliðið Boston Red Sox.

"Við fundum að það sé mikið að hjá félaginu og hér er verk að vinna. Það mun taka sinn tíma. Við þurfum að vera klókir og ákveðnir því þetta er mikil áskorun. Það voru líka margar ástæður til þess að hætta við kaupin. Við spáðum nokkrum sinnum í því en þetta félag er þess virði að taka áhættuna og við erum spenntir að takast á við verkefnið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×