Umfjöllun: Stjarnan sótti langþráðan útisigur í Krikann Elvar Geir Magnússon skrifar 27. júní 2010 13:12 Gunnleifur Gunnleifsson fékk rautt spjald í dag. Stjarnan gerði góða ferð til granna sinna í Hafnarfirði og vann FH 3-1 í Krikanum eftir að hafa verið marki undir í hálfleik. FH-ingar sem hafa verið á flottu róli að undanförnu virkuðu værukærir og kraftlausir á löngum köflum í leiknum. Þeir voru þó með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum og leiddu 1-0 í hálfleik. Eina markið í fyrri hálfleiknum skoraði Ólafur Páll Snorrason með skoti yfir Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar. Líklega átti þetta að vera fyrirgjöf hjá Ólafi en inn fór boltinn. Stjarnan ógnaði ekkert í fyrri hálfleiknum, skapaði sér ekki eitt einasta færi. Seinni hálfleikur byrjaði mjög rólega og bæði lið voru í fyrsta gír. En það má aldrei slaka á gegn Stjörnunni því liðið hefur leikmenn sem geta refsað hvenær sem er. Sú varð raunin í kvöld. Steinþór Freyr Þorsteinsson slapp í gegn þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir og braut markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson á honum. Þorvaldur Árnason, mjög góður dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu og rak Gunnleif af velli. Vendipunktur leiksins. Á vítapunktinn steig Halldór Orri Björnsson og skoraði af miklu öryggi. Nokkrum mínútum síðar tók Stjarnan svo forystu þegar Ellert Hreinsson skoraði framhjá Gunnari Sigurðssyni sem kom í mark FH eftir brottvísun Gunnleifs. Lokamínúturnar í leiknum voru verulega spennandi og átti Gunnar Már Guðmundsson skalla í slá undir lok venjulegs leiktíma. Bakvörðurinn Baldvin Sturluson átti svo síðasta orðið þegar hann skoraði með laglegum hætti þriðja mark Stjörnunnar og úrslitin 1-3. Ansi langþráður útisigur hjá Stjörnunni en síðasti sigur liðsins á útivelli í deildinni kom í maí í fyrra. Þeir fögnuðu vel og innilega í klefanum eftir leik enda ekki á hverjum degi sem þeir fagna þremur stigum á útivelli. Mikilvægur sigur sem kemur liðinu í þennan gríðarlega þétta pakka sem er í efri helmingi deildarinnar. Það er ekki hægt að ljúka þessari grein án þess að minnast á Marel Baldvinsson sem var óvænt í hjarta varnarinnar í þessum leik. Marel átti frábæran leik í miðverðinum hjá Stjörnunni. FH - Stjarnan 1-3 1-0 Ólafur Páll Snorrason (20.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (víti 68.) 1-2 Ellert Hreinsson (75.) 1-3 Baldvin Sturluson (90.)Áhorfendur: 823Dómari: Þorvaldur Árnason 8 Skot (á mark): 7-8 (3-4) Varin skot: Gunnleifur 0, Gunnar 1 - Bjarni 1 Horn: 2-4 Aukaspyrnur fengnar: 12-13 Rangstöður: 2-2FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 5 Guðmundur Sævarsson 6 (77. Jón Ragnar Jónsson -) Tommy Nielsen 5 Pétur Viðarsson 6 (46. Gunnar Már Guðmundsson 4) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Björn Daníel Sverrisson 5 Matthías Vilhjálmsson 7 Torger Motland 5 (66. Gunnar Sigurðsson 5) Atli Guðnason 6 Ólafur Páll Snorrason 5 Atli Viðar Björnsson 5Stjarnan (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 5 Baldvin Sturluson 8 Marel Baldvinsson 8* - Maður leiksins Daníel Laxdal 7 Jóhann Laxdal 6 Dennis Danry 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 (56. Atli Jóhannson 6) Halldór Orri Björnsson 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 (77. Ólafur Karl Finsen -) Þorvaldur Árnason 5 Ellert Hreinsson 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Stjarnan gerði góða ferð til granna sinna í Hafnarfirði og vann FH 3-1 í Krikanum eftir að hafa verið marki undir í hálfleik. FH-ingar sem hafa verið á flottu róli að undanförnu virkuðu værukærir og kraftlausir á löngum köflum í leiknum. Þeir voru þó með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum og leiddu 1-0 í hálfleik. Eina markið í fyrri hálfleiknum skoraði Ólafur Páll Snorrason með skoti yfir Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar. Líklega átti þetta að vera fyrirgjöf hjá Ólafi en inn fór boltinn. Stjarnan ógnaði ekkert í fyrri hálfleiknum, skapaði sér ekki eitt einasta færi. Seinni hálfleikur byrjaði mjög rólega og bæði lið voru í fyrsta gír. En það má aldrei slaka á gegn Stjörnunni því liðið hefur leikmenn sem geta refsað hvenær sem er. Sú varð raunin í kvöld. Steinþór Freyr Þorsteinsson slapp í gegn þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir og braut markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson á honum. Þorvaldur Árnason, mjög góður dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu og rak Gunnleif af velli. Vendipunktur leiksins. Á vítapunktinn steig Halldór Orri Björnsson og skoraði af miklu öryggi. Nokkrum mínútum síðar tók Stjarnan svo forystu þegar Ellert Hreinsson skoraði framhjá Gunnari Sigurðssyni sem kom í mark FH eftir brottvísun Gunnleifs. Lokamínúturnar í leiknum voru verulega spennandi og átti Gunnar Már Guðmundsson skalla í slá undir lok venjulegs leiktíma. Bakvörðurinn Baldvin Sturluson átti svo síðasta orðið þegar hann skoraði með laglegum hætti þriðja mark Stjörnunnar og úrslitin 1-3. Ansi langþráður útisigur hjá Stjörnunni en síðasti sigur liðsins á útivelli í deildinni kom í maí í fyrra. Þeir fögnuðu vel og innilega í klefanum eftir leik enda ekki á hverjum degi sem þeir fagna þremur stigum á útivelli. Mikilvægur sigur sem kemur liðinu í þennan gríðarlega þétta pakka sem er í efri helmingi deildarinnar. Það er ekki hægt að ljúka þessari grein án þess að minnast á Marel Baldvinsson sem var óvænt í hjarta varnarinnar í þessum leik. Marel átti frábæran leik í miðverðinum hjá Stjörnunni. FH - Stjarnan 1-3 1-0 Ólafur Páll Snorrason (20.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (víti 68.) 1-2 Ellert Hreinsson (75.) 1-3 Baldvin Sturluson (90.)Áhorfendur: 823Dómari: Þorvaldur Árnason 8 Skot (á mark): 7-8 (3-4) Varin skot: Gunnleifur 0, Gunnar 1 - Bjarni 1 Horn: 2-4 Aukaspyrnur fengnar: 12-13 Rangstöður: 2-2FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 5 Guðmundur Sævarsson 6 (77. Jón Ragnar Jónsson -) Tommy Nielsen 5 Pétur Viðarsson 6 (46. Gunnar Már Guðmundsson 4) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Björn Daníel Sverrisson 5 Matthías Vilhjálmsson 7 Torger Motland 5 (66. Gunnar Sigurðsson 5) Atli Guðnason 6 Ólafur Páll Snorrason 5 Atli Viðar Björnsson 5Stjarnan (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 5 Baldvin Sturluson 8 Marel Baldvinsson 8* - Maður leiksins Daníel Laxdal 7 Jóhann Laxdal 6 Dennis Danry 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 (56. Atli Jóhannson 6) Halldór Orri Björnsson 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 (77. Ólafur Karl Finsen -) Þorvaldur Árnason 5 Ellert Hreinsson 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Valur sótti nauman sigur norður Handbolti Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Handbolti Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann