Umfjöllun: Stjarnan sótti langþráðan útisigur í Krikann Elvar Geir Magnússon skrifar 27. júní 2010 13:12 Gunnleifur Gunnleifsson fékk rautt spjald í dag. Stjarnan gerði góða ferð til granna sinna í Hafnarfirði og vann FH 3-1 í Krikanum eftir að hafa verið marki undir í hálfleik. FH-ingar sem hafa verið á flottu róli að undanförnu virkuðu værukærir og kraftlausir á löngum köflum í leiknum. Þeir voru þó með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum og leiddu 1-0 í hálfleik. Eina markið í fyrri hálfleiknum skoraði Ólafur Páll Snorrason með skoti yfir Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar. Líklega átti þetta að vera fyrirgjöf hjá Ólafi en inn fór boltinn. Stjarnan ógnaði ekkert í fyrri hálfleiknum, skapaði sér ekki eitt einasta færi. Seinni hálfleikur byrjaði mjög rólega og bæði lið voru í fyrsta gír. En það má aldrei slaka á gegn Stjörnunni því liðið hefur leikmenn sem geta refsað hvenær sem er. Sú varð raunin í kvöld. Steinþór Freyr Þorsteinsson slapp í gegn þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir og braut markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson á honum. Þorvaldur Árnason, mjög góður dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu og rak Gunnleif af velli. Vendipunktur leiksins. Á vítapunktinn steig Halldór Orri Björnsson og skoraði af miklu öryggi. Nokkrum mínútum síðar tók Stjarnan svo forystu þegar Ellert Hreinsson skoraði framhjá Gunnari Sigurðssyni sem kom í mark FH eftir brottvísun Gunnleifs. Lokamínúturnar í leiknum voru verulega spennandi og átti Gunnar Már Guðmundsson skalla í slá undir lok venjulegs leiktíma. Bakvörðurinn Baldvin Sturluson átti svo síðasta orðið þegar hann skoraði með laglegum hætti þriðja mark Stjörnunnar og úrslitin 1-3. Ansi langþráður útisigur hjá Stjörnunni en síðasti sigur liðsins á útivelli í deildinni kom í maí í fyrra. Þeir fögnuðu vel og innilega í klefanum eftir leik enda ekki á hverjum degi sem þeir fagna þremur stigum á útivelli. Mikilvægur sigur sem kemur liðinu í þennan gríðarlega þétta pakka sem er í efri helmingi deildarinnar. Það er ekki hægt að ljúka þessari grein án þess að minnast á Marel Baldvinsson sem var óvænt í hjarta varnarinnar í þessum leik. Marel átti frábæran leik í miðverðinum hjá Stjörnunni. FH - Stjarnan 1-3 1-0 Ólafur Páll Snorrason (20.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (víti 68.) 1-2 Ellert Hreinsson (75.) 1-3 Baldvin Sturluson (90.)Áhorfendur: 823Dómari: Þorvaldur Árnason 8 Skot (á mark): 7-8 (3-4) Varin skot: Gunnleifur 0, Gunnar 1 - Bjarni 1 Horn: 2-4 Aukaspyrnur fengnar: 12-13 Rangstöður: 2-2FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 5 Guðmundur Sævarsson 6 (77. Jón Ragnar Jónsson -) Tommy Nielsen 5 Pétur Viðarsson 6 (46. Gunnar Már Guðmundsson 4) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Björn Daníel Sverrisson 5 Matthías Vilhjálmsson 7 Torger Motland 5 (66. Gunnar Sigurðsson 5) Atli Guðnason 6 Ólafur Páll Snorrason 5 Atli Viðar Björnsson 5Stjarnan (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 5 Baldvin Sturluson 8 Marel Baldvinsson 8* - Maður leiksins Daníel Laxdal 7 Jóhann Laxdal 6 Dennis Danry 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 (56. Atli Jóhannson 6) Halldór Orri Björnsson 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 (77. Ólafur Karl Finsen -) Þorvaldur Árnason 5 Ellert Hreinsson 6 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira
Stjarnan gerði góða ferð til granna sinna í Hafnarfirði og vann FH 3-1 í Krikanum eftir að hafa verið marki undir í hálfleik. FH-ingar sem hafa verið á flottu róli að undanförnu virkuðu værukærir og kraftlausir á löngum köflum í leiknum. Þeir voru þó með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum og leiddu 1-0 í hálfleik. Eina markið í fyrri hálfleiknum skoraði Ólafur Páll Snorrason með skoti yfir Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar. Líklega átti þetta að vera fyrirgjöf hjá Ólafi en inn fór boltinn. Stjarnan ógnaði ekkert í fyrri hálfleiknum, skapaði sér ekki eitt einasta færi. Seinni hálfleikur byrjaði mjög rólega og bæði lið voru í fyrsta gír. En það má aldrei slaka á gegn Stjörnunni því liðið hefur leikmenn sem geta refsað hvenær sem er. Sú varð raunin í kvöld. Steinþór Freyr Þorsteinsson slapp í gegn þegar rúmar tuttugu mínútur voru eftir og braut markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson á honum. Þorvaldur Árnason, mjög góður dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu og rak Gunnleif af velli. Vendipunktur leiksins. Á vítapunktinn steig Halldór Orri Björnsson og skoraði af miklu öryggi. Nokkrum mínútum síðar tók Stjarnan svo forystu þegar Ellert Hreinsson skoraði framhjá Gunnari Sigurðssyni sem kom í mark FH eftir brottvísun Gunnleifs. Lokamínúturnar í leiknum voru verulega spennandi og átti Gunnar Már Guðmundsson skalla í slá undir lok venjulegs leiktíma. Bakvörðurinn Baldvin Sturluson átti svo síðasta orðið þegar hann skoraði með laglegum hætti þriðja mark Stjörnunnar og úrslitin 1-3. Ansi langþráður útisigur hjá Stjörnunni en síðasti sigur liðsins á útivelli í deildinni kom í maí í fyrra. Þeir fögnuðu vel og innilega í klefanum eftir leik enda ekki á hverjum degi sem þeir fagna þremur stigum á útivelli. Mikilvægur sigur sem kemur liðinu í þennan gríðarlega þétta pakka sem er í efri helmingi deildarinnar. Það er ekki hægt að ljúka þessari grein án þess að minnast á Marel Baldvinsson sem var óvænt í hjarta varnarinnar í þessum leik. Marel átti frábæran leik í miðverðinum hjá Stjörnunni. FH - Stjarnan 1-3 1-0 Ólafur Páll Snorrason (20.) 1-1 Halldór Orri Björnsson (víti 68.) 1-2 Ellert Hreinsson (75.) 1-3 Baldvin Sturluson (90.)Áhorfendur: 823Dómari: Þorvaldur Árnason 8 Skot (á mark): 7-8 (3-4) Varin skot: Gunnleifur 0, Gunnar 1 - Bjarni 1 Horn: 2-4 Aukaspyrnur fengnar: 12-13 Rangstöður: 2-2FH (4-3-3): Gunnleifur Gunnleifsson 5 Guðmundur Sævarsson 6 (77. Jón Ragnar Jónsson -) Tommy Nielsen 5 Pétur Viðarsson 6 (46. Gunnar Már Guðmundsson 4) Hjörtur Logi Valgarðsson 7 Björn Daníel Sverrisson 5 Matthías Vilhjálmsson 7 Torger Motland 5 (66. Gunnar Sigurðsson 5) Atli Guðnason 6 Ólafur Páll Snorrason 5 Atli Viðar Björnsson 5Stjarnan (4-5-1): Bjarni Þórður Halldórsson 5 Baldvin Sturluson 8 Marel Baldvinsson 8* - Maður leiksins Daníel Laxdal 7 Jóhann Laxdal 6 Dennis Danry 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 (56. Atli Jóhannson 6) Halldór Orri Björnsson 6 Steinþór Freyr Þorsteinsson 7 (77. Ólafur Karl Finsen -) Þorvaldur Árnason 5 Ellert Hreinsson 6
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Handbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Handbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Fleiri fréttir Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Sjá meira