Íslenski boltinn

Valur samdi við Danni König

Elvar Geir Magnússon skrifar
König hefur skrifað undir samning við Val og skiptir úr ljósbláu yfir í rautt.
König hefur skrifað undir samning við Val og skiptir úr ljósbláu yfir í rautt.

Danskur framherji, Danni König, mun spila með Val í Pepsi-deildinni í sumar. König er 23 ára gamall og var markakóngur hjá Brønshøj á síðasta tímabili en liðið er í dönsku C-deildinni.

König var til reynslu hjá Val um síðustu helgi og náðu að heilla forráðamenn liðsins. Valsarar halda í æfingaferð til Portúgals á mánudaginn og mun König fara með í þá ferð. König var á mála hjá úrvalsdeildarliðinu Randers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×