Enski boltinn

Ferguson vonast til að mótmæli hafi ekki áhrif á gengi United

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Stuðningsmaður Manchester United mótmælir.
Stuðningsmaður Manchester United mótmælir. AFP
Sir Alex Ferguson vonast til þess að mótmæli stuðningsmanna Manchester United hafi ekki slæm áhrif á gengi liðsins. Stuðningsmenn mótmæla kröftuglega eigendum félagsins.

Gulir og grænir litir einkenna þá sem eru á móti Glazer-fjölskyldunni. Ferguson skilur stuðningsmennina en kallar líka eftir kröftugum stuðningi innan vallar.

"Eitt skyggir á nýja tímabilið og það eru áframhaldandi mótmæli við Glazer-fjölskylduna," sagði Ferguson í leikskránni fyrir leikinn gegn Newcastle í kvöld.

"Ég hef ekkert á móti þeim sem mótmæla, stuðningsmennirnir mega gera það sem þeir vilja. En það á ekki koma niður á liðinu. Ég vil ekki að félagið lendi í því að það sem gerist utan vallar hafi áhrif á það sem gerist innan vallar," sagði stjórinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×