Heimir Guðjóns: Öskraði það sem allir sáu Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. júní 2010 22:45 Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta var auðvitað víti og það sáu allir á vellinum. Ég öskraði á dómarann það sem allir sáu og við það fékk ég að líta rauða spjaldið," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Fylki í kvöld en hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir að mótmæla þegar ekki var dæmt vítaspyrna undir lok leiksins. „Tímarnir eru breyttir í knattspyrnunni, það má voða lítið lengur og helst ekki sýna tilfinningar. Ég æsi mig afar sjaldan í leikjum og í fyrsta sinn sem ég fæ rauða spjaldið á bekknum. Einu sinni er allt fyrst." FH-ingar byrjuðu leikinn afar illa og lentu tveimur mörkum undir. Heimir er ánægður með karakterinn í sínu liði. „Við byrjuðum illa og það þarf að byrja leiki betur á móti liði eins og Fylki. Við sýndum karakter með að koma tilbaka og erum svekktir með að vinna ekki leikinn," segir Heimir en liðsmenn hans fengu svo sannarlega færin í leiknum. „Við óðum í færum í þessum leik og þetta var örugglega mjög skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur. Við fengum nógu mörg góð færi til að klára þennan leik og auðvitað mjög svekkjandi að hirða ekki öll stigin." Íslandsmeistararnir eru með átta stig eftir sex leiki og er það árangur sem ekki þykir vænlegur til lengdar. Heimir viðurkennir að það sé áhyggjuefni hversu fá stig séu að skila sér í hús. „Það hefur verið góður stígandi í leik liðsins en auðvitað hef ég áhyggjur af því hvað það eru fá stig að skila sér í hús. Við fórum illa af stað í mótinu en verðum að halda áfram og byggja ofan á þessa frammistöðu. Deildin er mjög jöfn og erum ennþá inní baráttunni." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
„Þetta var auðvitað víti og það sáu allir á vellinum. Ég öskraði á dómarann það sem allir sáu og við það fékk ég að líta rauða spjaldið," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH eftir 2-2 jafntefli sinna manna gegn Fylki í kvöld en hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir að mótmæla þegar ekki var dæmt vítaspyrna undir lok leiksins. „Tímarnir eru breyttir í knattspyrnunni, það má voða lítið lengur og helst ekki sýna tilfinningar. Ég æsi mig afar sjaldan í leikjum og í fyrsta sinn sem ég fæ rauða spjaldið á bekknum. Einu sinni er allt fyrst." FH-ingar byrjuðu leikinn afar illa og lentu tveimur mörkum undir. Heimir er ánægður með karakterinn í sínu liði. „Við byrjuðum illa og það þarf að byrja leiki betur á móti liði eins og Fylki. Við sýndum karakter með að koma tilbaka og erum svekktir með að vinna ekki leikinn," segir Heimir en liðsmenn hans fengu svo sannarlega færin í leiknum. „Við óðum í færum í þessum leik og þetta var örugglega mjög skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur. Við fengum nógu mörg góð færi til að klára þennan leik og auðvitað mjög svekkjandi að hirða ekki öll stigin." Íslandsmeistararnir eru með átta stig eftir sex leiki og er það árangur sem ekki þykir vænlegur til lengdar. Heimir viðurkennir að það sé áhyggjuefni hversu fá stig séu að skila sér í hús. „Það hefur verið góður stígandi í leik liðsins en auðvitað hef ég áhyggjur af því hvað það eru fá stig að skila sér í hús. Við fórum illa af stað í mótinu en verðum að halda áfram og byggja ofan á þessa frammistöðu. Deildin er mjög jöfn og erum ennþá inní baráttunni."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira