Enski boltinn

Sir Alex hrósar markverði sínum í hástert - myndband

Elvar Geir Magnússon skrifar
Búlgarinn Dimitar Berbatov skoraði tvívegis fyrir Englandsmeistarana í dag.
Búlgarinn Dimitar Berbatov skoraði tvívegis fyrir Englandsmeistarana í dag.

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er í skýjunum með frammistöðu markvarðarins Edwin van der Sar í 4-0 sigri liðsins á Bolton.

Van der Sar varði tvívegis meistaralega í fyrri hálfleik, frá Johan Elmander og Fabrice Muamba. „Þetta voru tvær magnaðar vörslur. Sérstaklega sú seinni sem var hreint ótrúleg," sagði Ferguson.

Markvarsla Hollendingsins eftir skotið frá Muamba er tvímælalaust ein sú allra besta í enska boltanum þetta tímabilið.

Vængmaðurinn Nani fékk líka sinn skammt af hrósi frá Ferguson enda lagði hann upp tvö mörk. „Nani er búinn að spila svona vel í einhverjar vikur. Hann hefur fundið taktinn á frábærum tíma fyrir okkur. Við erum mjög ánægðir með að hann skrifaði undir nýjan samning. Hann er að þróast og þroskast," sagði Ferguson.

Smelltu hér til að sjá svipmyndir úr leiknum. Hægt er að sjá markvörslu Edwin van der Sar við skoti Muamba eftir um 30 sekúndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×