Fótbolti

Defoe hæstur í einkunnagjöf Capellos

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, gaf öllum leikmönnum sínum einkunnir eftir leikina á HM og það olli talsverðu uppnámi er það fréttist að hann ætlaði síðan að birta þessar einkunnir.

Enska knattspyrnusambandið fékk hann síðan til þess að gefa ekki upp einkunnirnar fyrr en að loknu móti. Hafa menn beðið spenntir eftir að sjá einkunnirnar og hafa þær nú fengið að líta dagsins ljós.

Kerfið sem Capello notar til að gefa leikmönnum stig er stolið úr draumaliðsleikjum sem margir þekkja.

Það kemur vart á óvart að Robert Green sé á botninum eftir að hafa gefið mark í fyrsta leik.

Jermain Defoe þótti annars standa sig best og má sjá einkunnir leikmanna enska liðsins hér að neðan:

62,47 Jermain Defoe

61,09 Shaun Wright-Phillips

60.98 Steven Gerrard

60,48 John Terry

60,21 Matthew Upson

60,15 Emile Heskey

59,58 Ashley Cole

59,40 James Milner

59,28 David James

59,04 Jamie Carragher

58,87 Wayne Rooney

58,58 Frank Lampard

57,64 Aaron Lennon

57,50 Ledley King

57,40 Gareth Barry

57,18 Glen Johnson

55,45 Joe Cole

51,67 Robert Green

Peter Crouch spilaði ekki nógu mikið til að fá einkunn hjá Capello.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×