Innlent

Magnús leystur frá störfum

Magnús Guðmundsson (til hægri) sést hér með lögmanni sínum. Magnús var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald fyrr í dag. Mynd/Ingólfur
Magnús Guðmundsson (til hægri) sést hér með lögmanni sínum. Magnús var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald fyrr í dag. Mynd/Ingólfur
Stjórn Banque Havilland í Lúxemborg hefur leyst Magnús Guðmundsson frá störfum sem forstjóri bankans eftir að hann var handtekinn í gær. Fyrr í dag var Magnús úrskurðaður í sjö daga gæsluvarðhald vegna rannsóknar embættis sérstaks saksóknara á málefnum Kaupþings.

Banque Havilland var reistur á grunni Kaupþings í Lúxemborg. Jonathan Rowland tekur við sem forstjóri bankans af Magnúsi.


Tengdar fréttir

Magnús færður fyrir héraðsdómara

Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Luxemburg, var færður niður í Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir fáeinum mínútum síðan.

Hreiðar Már kominn niður í Héraðsdóm Reykjavíkur

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, hefur verið færður fyrir dómara vegna gæsluvarðhaldsúrskurðar. Dómarinn tók sólarhringsfrest til þess að ákveða hvort fallist yrði á kröfu sérstaks saksóknara um tveggja vikna gæsluvarðhald yfir Hreiðari Má.

Hreiðar Már kominn á Litla Hraun

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemburg, verða vistaðir á Litla Hrauni á meðan að þeir eru í gæsluvarðhaldi.

Hreiðar kominn til yfirheyrslu

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, er kominn til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara.

Kaupþing selur leifarnar af veldi Robert Tchenquiz

Skilanefnd Kaupþings í samvinnu við þýska bankann Commerzbank hefur sett félagið Bay Restaurant Group til sölu en félagið er um það bil síðasta eign fyrrum auðmannsins Robert Tchenquiz í Bretlandi.

Sömu brot liggja til grundvallar handtökunum

Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, segir það enn ekki vera ákveðið hvort farið verði framá gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Luxemburg.

Ákvörðun um gæsluvarðhald i dag

Hreiðar Már Sigurðssson fyrrverandi forstjóri Kaupþings, sem var handtekinn í gærdag eftir yfirheyrslur hjá sérstökum saksóknara, var aftur kallaður til yfirheyrslu í gærkvöldi, sem lauk á ellefta tímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×