Lárus Orri: Ánægður að enda ferilinn þar sem hann byrjaði Hjalti Þór Hreinsson skrifar 21. júlí 2010 08:00 Skagamenn hafa löngum sýnt að þeir eru samrýndir og tveir gamlir refir hafa rifið fram skóna og hjálpað liðinu í sumar. Stefán Þórðarson lék með liðinu í síðustu umferð gegn HK og nú er Lárus Orri Sigurðsson kominn með leikheimild með ÍA. „Það kom upp í vikunni að þeir eru í vandræðum með meiðsli og spurðu mig hvort ég gæti verið til taks ef á þarf að halda. Það er lítið mál og ég hjálpa liðinu glaður ef ég get,“ sagði Lárus Orri sem hefur aðeins spilað með ÍA og Þór á Akureyri á Íslandi. „Þetta eru einu tvö félögin sem ég ber taugar til hérna heima. Ég spilaði með ÍA upp þriðja flokkinn á meðan pabbi spilaði þa og það er fínt að ljúka ferlinum og klára þar með hringinn þar líka,“ sagði Lárus en faðir hans, Sigurður Lárusson lék bæði með ÍA og Þór. Feðgarnir léku raunar saman fyrir norðan en Lárus Orri hætti þjálfun liðsins fyrr í sumar. Hann býr enn á Akureyri og er ekki á leiðinni þaðan en gæti þó spilað með ÍA gegn Fjarðabyggð á föstudaginn. Hann verður á Akranesi á fimmtudaginn og æfir þá með liðinu en mun annars aðeins vera til taks og æfa einn fyrir norðan. „Ég er æskuvinur Þórðar Guðjónssonar framkvæmdastjóra og Þórðar Þórðarsonar þjálfara. Ef það rætist ekki úr meiðslunum hjá miðvörðunum þeirra þá mun ég spila en ég vona reyndar að þeir þurfi sem minnst á mér að halda,“ sagði Lárus léttur en hann hlakkar þó til að klæða sig í gulu treyjuna á nýjan leik. Lárus hætti vegna samskiptaörðugleika við aðalstjórn Þórs en segir að það hafi ekki verið erfitt að fá félagaskipti. „Það var skrýtið að fara inn í Hamar og fá félagaskipti þar sem ég reyndi að snúa upp á hendina á Páli Gíslasyni til þess,“ sagði Lárus og hló og segir að engin illindi séu í gangi og að allt sé gert í mesta bróðerni. Hann hefur þó ekki hug á að spila lengur en í sumar. „Ég er ekkert að fara að gera þriggja ára samning. Ég hugsa ekkert lengra en bara að næstu helgi,“ sagði Lárus. Árni Thor Guðmundsson spilar ekki meira með ÍA á tímabilinu, Heimir Einarsson er búinn að vera mikið meiddur og Ísleifur Guðmundsson að sama skapi en hann er á leiðinni í rannsóknir þar sem skýrist hvort hnémeiðsli hans eru alvarleg. „Lárus er góður styrkur fyrir okkur og hann kemur með góða reynslu inn í liðið,“ segir Þórður þjálfari en ekki eru fleiri gamlir Skagamenn á leiðinni að draga fram skóna að hans sögn. „Vandamálið er bara að við höfum ekki þessa peninga sem félögin í Reykjavík hafa. Við þurfum því að fara aðrar leiðir en það hefur gengið illa að fá menn upp á Akranes. Það eru klárlega peningarnir sem ráða ríkjum hjá mörgum af þessum strákum í dag,“ sagði Þórður. „Ég er bara ánægður ef ég get eitthvað hjálpað, þó að það sé bara að sitja rólegur á bekknum,“ sagði Lárus Orri, Skagamaður. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira
Skagamenn hafa löngum sýnt að þeir eru samrýndir og tveir gamlir refir hafa rifið fram skóna og hjálpað liðinu í sumar. Stefán Þórðarson lék með liðinu í síðustu umferð gegn HK og nú er Lárus Orri Sigurðsson kominn með leikheimild með ÍA. „Það kom upp í vikunni að þeir eru í vandræðum með meiðsli og spurðu mig hvort ég gæti verið til taks ef á þarf að halda. Það er lítið mál og ég hjálpa liðinu glaður ef ég get,“ sagði Lárus Orri sem hefur aðeins spilað með ÍA og Þór á Akureyri á Íslandi. „Þetta eru einu tvö félögin sem ég ber taugar til hérna heima. Ég spilaði með ÍA upp þriðja flokkinn á meðan pabbi spilaði þa og það er fínt að ljúka ferlinum og klára þar með hringinn þar líka,“ sagði Lárus en faðir hans, Sigurður Lárusson lék bæði með ÍA og Þór. Feðgarnir léku raunar saman fyrir norðan en Lárus Orri hætti þjálfun liðsins fyrr í sumar. Hann býr enn á Akureyri og er ekki á leiðinni þaðan en gæti þó spilað með ÍA gegn Fjarðabyggð á föstudaginn. Hann verður á Akranesi á fimmtudaginn og æfir þá með liðinu en mun annars aðeins vera til taks og æfa einn fyrir norðan. „Ég er æskuvinur Þórðar Guðjónssonar framkvæmdastjóra og Þórðar Þórðarsonar þjálfara. Ef það rætist ekki úr meiðslunum hjá miðvörðunum þeirra þá mun ég spila en ég vona reyndar að þeir þurfi sem minnst á mér að halda,“ sagði Lárus léttur en hann hlakkar þó til að klæða sig í gulu treyjuna á nýjan leik. Lárus hætti vegna samskiptaörðugleika við aðalstjórn Þórs en segir að það hafi ekki verið erfitt að fá félagaskipti. „Það var skrýtið að fara inn í Hamar og fá félagaskipti þar sem ég reyndi að snúa upp á hendina á Páli Gíslasyni til þess,“ sagði Lárus og hló og segir að engin illindi séu í gangi og að allt sé gert í mesta bróðerni. Hann hefur þó ekki hug á að spila lengur en í sumar. „Ég er ekkert að fara að gera þriggja ára samning. Ég hugsa ekkert lengra en bara að næstu helgi,“ sagði Lárus. Árni Thor Guðmundsson spilar ekki meira með ÍA á tímabilinu, Heimir Einarsson er búinn að vera mikið meiddur og Ísleifur Guðmundsson að sama skapi en hann er á leiðinni í rannsóknir þar sem skýrist hvort hnémeiðsli hans eru alvarleg. „Lárus er góður styrkur fyrir okkur og hann kemur með góða reynslu inn í liðið,“ segir Þórður þjálfari en ekki eru fleiri gamlir Skagamenn á leiðinni að draga fram skóna að hans sögn. „Vandamálið er bara að við höfum ekki þessa peninga sem félögin í Reykjavík hafa. Við þurfum því að fara aðrar leiðir en það hefur gengið illa að fá menn upp á Akranes. Það eru klárlega peningarnir sem ráða ríkjum hjá mörgum af þessum strákum í dag,“ sagði Þórður. „Ég er bara ánægður ef ég get eitthvað hjálpað, þó að það sé bara að sitja rólegur á bekknum,“ sagði Lárus Orri, Skagamaður.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Íslenski boltinn Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Valur | Einn stærsti leikur sumarsins Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sjá meira