Lárus Orri: Ánægður að enda ferilinn þar sem hann byrjaði Hjalti Þór Hreinsson skrifar 21. júlí 2010 08:00 Skagamenn hafa löngum sýnt að þeir eru samrýndir og tveir gamlir refir hafa rifið fram skóna og hjálpað liðinu í sumar. Stefán Þórðarson lék með liðinu í síðustu umferð gegn HK og nú er Lárus Orri Sigurðsson kominn með leikheimild með ÍA. „Það kom upp í vikunni að þeir eru í vandræðum með meiðsli og spurðu mig hvort ég gæti verið til taks ef á þarf að halda. Það er lítið mál og ég hjálpa liðinu glaður ef ég get,“ sagði Lárus Orri sem hefur aðeins spilað með ÍA og Þór á Akureyri á Íslandi. „Þetta eru einu tvö félögin sem ég ber taugar til hérna heima. Ég spilaði með ÍA upp þriðja flokkinn á meðan pabbi spilaði þa og það er fínt að ljúka ferlinum og klára þar með hringinn þar líka,“ sagði Lárus en faðir hans, Sigurður Lárusson lék bæði með ÍA og Þór. Feðgarnir léku raunar saman fyrir norðan en Lárus Orri hætti þjálfun liðsins fyrr í sumar. Hann býr enn á Akureyri og er ekki á leiðinni þaðan en gæti þó spilað með ÍA gegn Fjarðabyggð á föstudaginn. Hann verður á Akranesi á fimmtudaginn og æfir þá með liðinu en mun annars aðeins vera til taks og æfa einn fyrir norðan. „Ég er æskuvinur Þórðar Guðjónssonar framkvæmdastjóra og Þórðar Þórðarsonar þjálfara. Ef það rætist ekki úr meiðslunum hjá miðvörðunum þeirra þá mun ég spila en ég vona reyndar að þeir þurfi sem minnst á mér að halda,“ sagði Lárus léttur en hann hlakkar þó til að klæða sig í gulu treyjuna á nýjan leik. Lárus hætti vegna samskiptaörðugleika við aðalstjórn Þórs en segir að það hafi ekki verið erfitt að fá félagaskipti. „Það var skrýtið að fara inn í Hamar og fá félagaskipti þar sem ég reyndi að snúa upp á hendina á Páli Gíslasyni til þess,“ sagði Lárus og hló og segir að engin illindi séu í gangi og að allt sé gert í mesta bróðerni. Hann hefur þó ekki hug á að spila lengur en í sumar. „Ég er ekkert að fara að gera þriggja ára samning. Ég hugsa ekkert lengra en bara að næstu helgi,“ sagði Lárus. Árni Thor Guðmundsson spilar ekki meira með ÍA á tímabilinu, Heimir Einarsson er búinn að vera mikið meiddur og Ísleifur Guðmundsson að sama skapi en hann er á leiðinni í rannsóknir þar sem skýrist hvort hnémeiðsli hans eru alvarleg. „Lárus er góður styrkur fyrir okkur og hann kemur með góða reynslu inn í liðið,“ segir Þórður þjálfari en ekki eru fleiri gamlir Skagamenn á leiðinni að draga fram skóna að hans sögn. „Vandamálið er bara að við höfum ekki þessa peninga sem félögin í Reykjavík hafa. Við þurfum því að fara aðrar leiðir en það hefur gengið illa að fá menn upp á Akranes. Það eru klárlega peningarnir sem ráða ríkjum hjá mörgum af þessum strákum í dag,“ sagði Þórður. „Ég er bara ánægður ef ég get eitthvað hjálpað, þó að það sé bara að sitja rólegur á bekknum,“ sagði Lárus Orri, Skagamaður. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Skagamenn hafa löngum sýnt að þeir eru samrýndir og tveir gamlir refir hafa rifið fram skóna og hjálpað liðinu í sumar. Stefán Þórðarson lék með liðinu í síðustu umferð gegn HK og nú er Lárus Orri Sigurðsson kominn með leikheimild með ÍA. „Það kom upp í vikunni að þeir eru í vandræðum með meiðsli og spurðu mig hvort ég gæti verið til taks ef á þarf að halda. Það er lítið mál og ég hjálpa liðinu glaður ef ég get,“ sagði Lárus Orri sem hefur aðeins spilað með ÍA og Þór á Akureyri á Íslandi. „Þetta eru einu tvö félögin sem ég ber taugar til hérna heima. Ég spilaði með ÍA upp þriðja flokkinn á meðan pabbi spilaði þa og það er fínt að ljúka ferlinum og klára þar með hringinn þar líka,“ sagði Lárus en faðir hans, Sigurður Lárusson lék bæði með ÍA og Þór. Feðgarnir léku raunar saman fyrir norðan en Lárus Orri hætti þjálfun liðsins fyrr í sumar. Hann býr enn á Akureyri og er ekki á leiðinni þaðan en gæti þó spilað með ÍA gegn Fjarðabyggð á föstudaginn. Hann verður á Akranesi á fimmtudaginn og æfir þá með liðinu en mun annars aðeins vera til taks og æfa einn fyrir norðan. „Ég er æskuvinur Þórðar Guðjónssonar framkvæmdastjóra og Þórðar Þórðarsonar þjálfara. Ef það rætist ekki úr meiðslunum hjá miðvörðunum þeirra þá mun ég spila en ég vona reyndar að þeir þurfi sem minnst á mér að halda,“ sagði Lárus léttur en hann hlakkar þó til að klæða sig í gulu treyjuna á nýjan leik. Lárus hætti vegna samskiptaörðugleika við aðalstjórn Þórs en segir að það hafi ekki verið erfitt að fá félagaskipti. „Það var skrýtið að fara inn í Hamar og fá félagaskipti þar sem ég reyndi að snúa upp á hendina á Páli Gíslasyni til þess,“ sagði Lárus og hló og segir að engin illindi séu í gangi og að allt sé gert í mesta bróðerni. Hann hefur þó ekki hug á að spila lengur en í sumar. „Ég er ekkert að fara að gera þriggja ára samning. Ég hugsa ekkert lengra en bara að næstu helgi,“ sagði Lárus. Árni Thor Guðmundsson spilar ekki meira með ÍA á tímabilinu, Heimir Einarsson er búinn að vera mikið meiddur og Ísleifur Guðmundsson að sama skapi en hann er á leiðinni í rannsóknir þar sem skýrist hvort hnémeiðsli hans eru alvarleg. „Lárus er góður styrkur fyrir okkur og hann kemur með góða reynslu inn í liðið,“ segir Þórður þjálfari en ekki eru fleiri gamlir Skagamenn á leiðinni að draga fram skóna að hans sögn. „Vandamálið er bara að við höfum ekki þessa peninga sem félögin í Reykjavík hafa. Við þurfum því að fara aðrar leiðir en það hefur gengið illa að fá menn upp á Akranes. Það eru klárlega peningarnir sem ráða ríkjum hjá mörgum af þessum strákum í dag,“ sagði Þórður. „Ég er bara ánægður ef ég get eitthvað hjálpað, þó að það sé bara að sitja rólegur á bekknum,“ sagði Lárus Orri, Skagamaður.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira