Lárus Orri: Ánægður að enda ferilinn þar sem hann byrjaði Hjalti Þór Hreinsson skrifar 21. júlí 2010 08:00 Skagamenn hafa löngum sýnt að þeir eru samrýndir og tveir gamlir refir hafa rifið fram skóna og hjálpað liðinu í sumar. Stefán Þórðarson lék með liðinu í síðustu umferð gegn HK og nú er Lárus Orri Sigurðsson kominn með leikheimild með ÍA. „Það kom upp í vikunni að þeir eru í vandræðum með meiðsli og spurðu mig hvort ég gæti verið til taks ef á þarf að halda. Það er lítið mál og ég hjálpa liðinu glaður ef ég get,“ sagði Lárus Orri sem hefur aðeins spilað með ÍA og Þór á Akureyri á Íslandi. „Þetta eru einu tvö félögin sem ég ber taugar til hérna heima. Ég spilaði með ÍA upp þriðja flokkinn á meðan pabbi spilaði þa og það er fínt að ljúka ferlinum og klára þar með hringinn þar líka,“ sagði Lárus en faðir hans, Sigurður Lárusson lék bæði með ÍA og Þór. Feðgarnir léku raunar saman fyrir norðan en Lárus Orri hætti þjálfun liðsins fyrr í sumar. Hann býr enn á Akureyri og er ekki á leiðinni þaðan en gæti þó spilað með ÍA gegn Fjarðabyggð á föstudaginn. Hann verður á Akranesi á fimmtudaginn og æfir þá með liðinu en mun annars aðeins vera til taks og æfa einn fyrir norðan. „Ég er æskuvinur Þórðar Guðjónssonar framkvæmdastjóra og Þórðar Þórðarsonar þjálfara. Ef það rætist ekki úr meiðslunum hjá miðvörðunum þeirra þá mun ég spila en ég vona reyndar að þeir þurfi sem minnst á mér að halda,“ sagði Lárus léttur en hann hlakkar þó til að klæða sig í gulu treyjuna á nýjan leik. Lárus hætti vegna samskiptaörðugleika við aðalstjórn Þórs en segir að það hafi ekki verið erfitt að fá félagaskipti. „Það var skrýtið að fara inn í Hamar og fá félagaskipti þar sem ég reyndi að snúa upp á hendina á Páli Gíslasyni til þess,“ sagði Lárus og hló og segir að engin illindi séu í gangi og að allt sé gert í mesta bróðerni. Hann hefur þó ekki hug á að spila lengur en í sumar. „Ég er ekkert að fara að gera þriggja ára samning. Ég hugsa ekkert lengra en bara að næstu helgi,“ sagði Lárus. Árni Thor Guðmundsson spilar ekki meira með ÍA á tímabilinu, Heimir Einarsson er búinn að vera mikið meiddur og Ísleifur Guðmundsson að sama skapi en hann er á leiðinni í rannsóknir þar sem skýrist hvort hnémeiðsli hans eru alvarleg. „Lárus er góður styrkur fyrir okkur og hann kemur með góða reynslu inn í liðið,“ segir Þórður þjálfari en ekki eru fleiri gamlir Skagamenn á leiðinni að draga fram skóna að hans sögn. „Vandamálið er bara að við höfum ekki þessa peninga sem félögin í Reykjavík hafa. Við þurfum því að fara aðrar leiðir en það hefur gengið illa að fá menn upp á Akranes. Það eru klárlega peningarnir sem ráða ríkjum hjá mörgum af þessum strákum í dag,“ sagði Þórður. „Ég er bara ánægður ef ég get eitthvað hjálpað, þó að það sé bara að sitja rólegur á bekknum,“ sagði Lárus Orri, Skagamaður. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Skagamenn hafa löngum sýnt að þeir eru samrýndir og tveir gamlir refir hafa rifið fram skóna og hjálpað liðinu í sumar. Stefán Þórðarson lék með liðinu í síðustu umferð gegn HK og nú er Lárus Orri Sigurðsson kominn með leikheimild með ÍA. „Það kom upp í vikunni að þeir eru í vandræðum með meiðsli og spurðu mig hvort ég gæti verið til taks ef á þarf að halda. Það er lítið mál og ég hjálpa liðinu glaður ef ég get,“ sagði Lárus Orri sem hefur aðeins spilað með ÍA og Þór á Akureyri á Íslandi. „Þetta eru einu tvö félögin sem ég ber taugar til hérna heima. Ég spilaði með ÍA upp þriðja flokkinn á meðan pabbi spilaði þa og það er fínt að ljúka ferlinum og klára þar með hringinn þar líka,“ sagði Lárus en faðir hans, Sigurður Lárusson lék bæði með ÍA og Þór. Feðgarnir léku raunar saman fyrir norðan en Lárus Orri hætti þjálfun liðsins fyrr í sumar. Hann býr enn á Akureyri og er ekki á leiðinni þaðan en gæti þó spilað með ÍA gegn Fjarðabyggð á föstudaginn. Hann verður á Akranesi á fimmtudaginn og æfir þá með liðinu en mun annars aðeins vera til taks og æfa einn fyrir norðan. „Ég er æskuvinur Þórðar Guðjónssonar framkvæmdastjóra og Þórðar Þórðarsonar þjálfara. Ef það rætist ekki úr meiðslunum hjá miðvörðunum þeirra þá mun ég spila en ég vona reyndar að þeir þurfi sem minnst á mér að halda,“ sagði Lárus léttur en hann hlakkar þó til að klæða sig í gulu treyjuna á nýjan leik. Lárus hætti vegna samskiptaörðugleika við aðalstjórn Þórs en segir að það hafi ekki verið erfitt að fá félagaskipti. „Það var skrýtið að fara inn í Hamar og fá félagaskipti þar sem ég reyndi að snúa upp á hendina á Páli Gíslasyni til þess,“ sagði Lárus og hló og segir að engin illindi séu í gangi og að allt sé gert í mesta bróðerni. Hann hefur þó ekki hug á að spila lengur en í sumar. „Ég er ekkert að fara að gera þriggja ára samning. Ég hugsa ekkert lengra en bara að næstu helgi,“ sagði Lárus. Árni Thor Guðmundsson spilar ekki meira með ÍA á tímabilinu, Heimir Einarsson er búinn að vera mikið meiddur og Ísleifur Guðmundsson að sama skapi en hann er á leiðinni í rannsóknir þar sem skýrist hvort hnémeiðsli hans eru alvarleg. „Lárus er góður styrkur fyrir okkur og hann kemur með góða reynslu inn í liðið,“ segir Þórður þjálfari en ekki eru fleiri gamlir Skagamenn á leiðinni að draga fram skóna að hans sögn. „Vandamálið er bara að við höfum ekki þessa peninga sem félögin í Reykjavík hafa. Við þurfum því að fara aðrar leiðir en það hefur gengið illa að fá menn upp á Akranes. Það eru klárlega peningarnir sem ráða ríkjum hjá mörgum af þessum strákum í dag,“ sagði Þórður. „Ég er bara ánægður ef ég get eitthvað hjálpað, þó að það sé bara að sitja rólegur á bekknum,“ sagði Lárus Orri, Skagamaður.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn