Enski boltinn

Gylfi Sigurðsson kallaður besti leikmaður ensku 1. deildarinnar

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Gylfi skorar úr aukaspyrnu gegn Þjóðverjum.
Gylfi skorar úr aukaspyrnu gegn Þjóðverjum. Fréttablaðið/Anton
Á heimasíðu Guardian er hitað upp fyrir enska boltann eins og víða í fjölmiðlum. Þar er Gylfi Sigurðsson sagður besti leikmaður ensku Championship deildarinnar.

Gylfi hefur áður verið kallaður besti spyrnumaður á Englandi, einmitt í Guardian blaðinu. Greinarhöfundurinn gengur enn lengra nú.

Í umfjöllun sinni um Reading segir hann að Gylfi sé besti leikmaður deildarinnar en að félagið verði líklega að berjast um sæti í umspili um laust sæti í Úrvalsdeildinni.

Reading tapaði fyrsta leik sínum í deildinni um síðustu helgi en þar skoraði Gylfi frábært mark í 1-2 tapi gegn Scunthorpe.

Gylfi lék vel í 4-1 sigri U21 árs landsliðs Íslands á Þjóðverjum í gær þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×