Enski boltinn

Ferguson hrósar gömlu köllunum

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Sir Alex Ferguson er ánægður með gömlu refina.
Sir Alex Ferguson er ánægður með gömlu refina.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hrósar eldri leikmönnum liðsins en hann talar um að dýrmætir leikmenn innan liðsins sem spila enn með liðinu séu dæmi um það að hægt er að slá í gegn ungur á árum hjá Rauðu djöflunum. United hefur leikmenn innanborðs sem hafa farið í gegnum allar akademiur klúbbsins líkt og Paul Scholes, Ryan Giggs og Gary Neville en gömlu jaxlarnir spiluðu lykilhlutverk í United liðinu í baráttunni um titlinn í lok tímabilsins sem lauk nýverið. Þeir eru þó allir komnir á góðan aldur og nú þurfa aðrir að taka við. Ferguson bendir á Darren Fletcher, John O'Shea og stjörnu liðsins Wayne Rooney sem taka fljótlega alveg við keflinu hjá liðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×