Fótbolti

FIFA pressar á Mandela að koma í kvöld

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Mandela er tákn keppninnar í Afríku.
Mandela er tákn keppninnar í Afríku. GettyImages
Goðsögnin í Suður-Afríku, Nelson Mandela, hefur verið beittur pressu til að hann komi á úrslitaleikinn í kvöld. Hann er frægasti maður landsins og tákn þess. FIFA vill sjá hann á leiknum. Dóttursonur Mandela greinir frá þessu og segir að FIFA skilji ekki hefðir og venjur fjölskyldunnar sem varð fyrir miklu áfalli þegar mótið hófst. Þá lést barnabarn Mandela í bílslysi. "Fjölskyldan hefur dregið sig til baka úr sviðsljósinu og við syrgjum Zenani," sagði annað barnabarn Mandela. "FIFA setti mikla pressu á okkur en ákvörðunin er algjörlega hans. Þetta snýst um hvernig honum líður," sagði hann og gagnrýndi FIFA. "Þeir hugsa bara um að hafa goðsögn á vellinum og er alveg sama um hefðir okkar sem fólk og sem fjölskylda."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×