Íslenski boltinn

Svíi og Skoti í myndinni hjá KR

Elvar Geir Magnússon skrifar
Lars Ivar Moldskred æfði með KR á dögunum. Mynd/Baldur Hrafnkell
Lars Ivar Moldskred æfði með KR á dögunum. Mynd/Baldur Hrafnkell

Það er nokkuð ljóst að erlendur markvörður mun standa í rammanum hjá KR á komandi tímabili. Á dögunum var Lars Ivar Moldskred frá Noregi til reynslu hjá liðinu.

„Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um hann. Við erum líka að skoða aðra kosti í stöðunni. Það er aðrir markverðir í myndinni, einn Svíi og svo líka Skoti," segir Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR.

Hann segir að það sé þó ekki búið að slá Moldskred af borðinu og þeir viti að þar fari góður markvörður. Hinsvegar verði að skoða aðra kosti gaumgæfilega.

„Við viljum vera skynsamir í þessari ákvarðanatöku, þetta kostar allt pening. Við viljum taka rétta ákvörðun og geta staðið við okkar skuldbindingar," segir Rúnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×