Eiður fórnar 1,8 milljónum á viku fyrir Stoke Hjalti Þór Hreinsson skrifar 1. september 2010 08:30 AFP Eiður Smári Guðjohnsen gekk frá eins árs löngum lánssamningi við Stoke seinni partinn í gær, rétt áður en félagaskiptaglugganum lokaði á Englandi. Hann verður því án félags eftir tímabilið þar sem hann verður þá samningslaus hjá Monaco. Eiður spilaði aðeins níu leiki fyrir franska félagið, sex í byrjunarliðinu. Samkvæmt fréttum frá Englandi í gær gekk erfiðlega hjá Eiði og Monaco að ganga frá samningum um launamál. Eiður er talinn fá um 75 þúsund pund í vikulaun frá Monaco en deilur um hvernig Stoke, eða eitthvert annað félag sem hefði áhuga á Eiði, og franska félagið ættu að skipta launagreiðslum á milli sín töfðu samninginn. Það var ekki fyrr en Eiður gaf eftir tíu þúsund pund, eða 1,8 milljónir króna, af vikulaununum að samningar náðust. Ekki náðist í Arnór Guðjohnsen, föður og umboðsmann Eiðs, til að fá nánari útskýringar á málinu. Hugsanlegt er að það sé ástæða þess að Eiður gekk ekki frá samningum við neitt félag fyrr en á síðasta degi gluggans. Hann flaug ekki til viðræðna hjá Stoke fyrr en í gær en var á Íslandi á mánudaginn. Fjölmiðlafulltrúi Monaco neitaði að tjá sig um málið þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Saga Íslendinga hjá Stoke er mikil. Það var í eigu Íslendinga frá 1999 til 2006. Gunnar Gíslason var stjórnarformaður þess en það kostaði 6,6 milljónir punda. Guðjón Þórðarson tók við félaginu og stýrði því í þrjú ár. Eiður verður fimmtándi Íslendingurinn til að spila með Stoke. Í Fréttablaðinu æí dag má sjá hverjir leikmennirnir eru og hversu marga leiki þeir spiluðu fyrir Stoke. „Ég er í skýjunum með að koma hingað. Þetta er ný áskorun fyrir mig, stór áskorun, en ég hlakka mikið til hennar," sagði Eiður á heimasíðu Stoke í gær. Eiður sagði að hann hefði rætt við stjórann, Tony Pulis, og sannfærst um að Stoke væri réttur kostur fyrir sig. „Eftir að hafa talað við hann um félagið og metnað þess sannfærði hann mig alveg og ég er virkilega ánægður með að ganga frá þessu." Pulis sjálfur sagði að Eiður væri stórkostlegur fengur. „Eiður er magnaður leikmaður sem hefur staðið sig vel á meðal þeirra bestu. Það er hægt að benda á það með sigri Tottenham hérna í apríl þar sem hann skoraði meðal annars. Hann sýndi knattspyrnuheilann sem hann býr yfir og leikskilninginn í hæsta gæðaflokki. Hann mun búa til fleiri mörk fyrir okkur," sagði Pulis. Eiður sagði sjálfur að hann myndi vel eftir andrúmsloftinu á Britannia-leikvangnum. „Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila. Stuðningsmennirnir hérna eru frábærir og ég man alltaf eftir andrúmsloftinu hérna. Ég skoraði hérna fyrir stuttu fyrir Tottenham, kannski skulda ég stuðningsmönnunum þessvegna eitthvað. Vonandi get ég skorað nokkur mörk fyrir þá," sagði Eiður. „Ég er metnaðarfullur leikmaður og þetta er metnaðarfullt knattspyrnufélag. Ég vil hjálpa því að komast á næsta stig, það er mitt aðalmarkmið," sagði Eiður. Stoke hefur tapað öllum þremur leikjunum í deildinni, fyrir Chelsea, Tottenham og Wolves. Félagið gekk í gær frá samningum við þrjá aðra leikmenn, Salif Diao, Jermaine Pennant og Marc Wilson. Eiður hefur á ferlinum leikið með Val, PSV Eindhoven, KR, Bolton, Chelsea, Barcelona, Monaco og Tottenham. Stoke er því níunda félag Eiðs sem verður 32 ára gamall eftir tvær vikur. Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen gekk frá eins árs löngum lánssamningi við Stoke seinni partinn í gær, rétt áður en félagaskiptaglugganum lokaði á Englandi. Hann verður því án félags eftir tímabilið þar sem hann verður þá samningslaus hjá Monaco. Eiður spilaði aðeins níu leiki fyrir franska félagið, sex í byrjunarliðinu. Samkvæmt fréttum frá Englandi í gær gekk erfiðlega hjá Eiði og Monaco að ganga frá samningum um launamál. Eiður er talinn fá um 75 þúsund pund í vikulaun frá Monaco en deilur um hvernig Stoke, eða eitthvert annað félag sem hefði áhuga á Eiði, og franska félagið ættu að skipta launagreiðslum á milli sín töfðu samninginn. Það var ekki fyrr en Eiður gaf eftir tíu þúsund pund, eða 1,8 milljónir króna, af vikulaununum að samningar náðust. Ekki náðist í Arnór Guðjohnsen, föður og umboðsmann Eiðs, til að fá nánari útskýringar á málinu. Hugsanlegt er að það sé ástæða þess að Eiður gekk ekki frá samningum við neitt félag fyrr en á síðasta degi gluggans. Hann flaug ekki til viðræðna hjá Stoke fyrr en í gær en var á Íslandi á mánudaginn. Fjölmiðlafulltrúi Monaco neitaði að tjá sig um málið þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Saga Íslendinga hjá Stoke er mikil. Það var í eigu Íslendinga frá 1999 til 2006. Gunnar Gíslason var stjórnarformaður þess en það kostaði 6,6 milljónir punda. Guðjón Þórðarson tók við félaginu og stýrði því í þrjú ár. Eiður verður fimmtándi Íslendingurinn til að spila með Stoke. Í Fréttablaðinu æí dag má sjá hverjir leikmennirnir eru og hversu marga leiki þeir spiluðu fyrir Stoke. „Ég er í skýjunum með að koma hingað. Þetta er ný áskorun fyrir mig, stór áskorun, en ég hlakka mikið til hennar," sagði Eiður á heimasíðu Stoke í gær. Eiður sagði að hann hefði rætt við stjórann, Tony Pulis, og sannfærst um að Stoke væri réttur kostur fyrir sig. „Eftir að hafa talað við hann um félagið og metnað þess sannfærði hann mig alveg og ég er virkilega ánægður með að ganga frá þessu." Pulis sjálfur sagði að Eiður væri stórkostlegur fengur. „Eiður er magnaður leikmaður sem hefur staðið sig vel á meðal þeirra bestu. Það er hægt að benda á það með sigri Tottenham hérna í apríl þar sem hann skoraði meðal annars. Hann sýndi knattspyrnuheilann sem hann býr yfir og leikskilninginn í hæsta gæðaflokki. Hann mun búa til fleiri mörk fyrir okkur," sagði Pulis. Eiður sagði sjálfur að hann myndi vel eftir andrúmsloftinu á Britannia-leikvangnum. „Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila. Stuðningsmennirnir hérna eru frábærir og ég man alltaf eftir andrúmsloftinu hérna. Ég skoraði hérna fyrir stuttu fyrir Tottenham, kannski skulda ég stuðningsmönnunum þessvegna eitthvað. Vonandi get ég skorað nokkur mörk fyrir þá," sagði Eiður. „Ég er metnaðarfullur leikmaður og þetta er metnaðarfullt knattspyrnufélag. Ég vil hjálpa því að komast á næsta stig, það er mitt aðalmarkmið," sagði Eiður. Stoke hefur tapað öllum þremur leikjunum í deildinni, fyrir Chelsea, Tottenham og Wolves. Félagið gekk í gær frá samningum við þrjá aðra leikmenn, Salif Diao, Jermaine Pennant og Marc Wilson. Eiður hefur á ferlinum leikið með Val, PSV Eindhoven, KR, Bolton, Chelsea, Barcelona, Monaco og Tottenham. Stoke er því níunda félag Eiðs sem verður 32 ára gamall eftir tvær vikur.
Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Fleiri fréttir Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Sjá meira