Eiður fórnar 1,8 milljónum á viku fyrir Stoke Hjalti Þór Hreinsson skrifar 1. september 2010 08:30 AFP Eiður Smári Guðjohnsen gekk frá eins árs löngum lánssamningi við Stoke seinni partinn í gær, rétt áður en félagaskiptaglugganum lokaði á Englandi. Hann verður því án félags eftir tímabilið þar sem hann verður þá samningslaus hjá Monaco. Eiður spilaði aðeins níu leiki fyrir franska félagið, sex í byrjunarliðinu. Samkvæmt fréttum frá Englandi í gær gekk erfiðlega hjá Eiði og Monaco að ganga frá samningum um launamál. Eiður er talinn fá um 75 þúsund pund í vikulaun frá Monaco en deilur um hvernig Stoke, eða eitthvert annað félag sem hefði áhuga á Eiði, og franska félagið ættu að skipta launagreiðslum á milli sín töfðu samninginn. Það var ekki fyrr en Eiður gaf eftir tíu þúsund pund, eða 1,8 milljónir króna, af vikulaununum að samningar náðust. Ekki náðist í Arnór Guðjohnsen, föður og umboðsmann Eiðs, til að fá nánari útskýringar á málinu. Hugsanlegt er að það sé ástæða þess að Eiður gekk ekki frá samningum við neitt félag fyrr en á síðasta degi gluggans. Hann flaug ekki til viðræðna hjá Stoke fyrr en í gær en var á Íslandi á mánudaginn. Fjölmiðlafulltrúi Monaco neitaði að tjá sig um málið þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Saga Íslendinga hjá Stoke er mikil. Það var í eigu Íslendinga frá 1999 til 2006. Gunnar Gíslason var stjórnarformaður þess en það kostaði 6,6 milljónir punda. Guðjón Þórðarson tók við félaginu og stýrði því í þrjú ár. Eiður verður fimmtándi Íslendingurinn til að spila með Stoke. Í Fréttablaðinu æí dag má sjá hverjir leikmennirnir eru og hversu marga leiki þeir spiluðu fyrir Stoke. „Ég er í skýjunum með að koma hingað. Þetta er ný áskorun fyrir mig, stór áskorun, en ég hlakka mikið til hennar," sagði Eiður á heimasíðu Stoke í gær. Eiður sagði að hann hefði rætt við stjórann, Tony Pulis, og sannfærst um að Stoke væri réttur kostur fyrir sig. „Eftir að hafa talað við hann um félagið og metnað þess sannfærði hann mig alveg og ég er virkilega ánægður með að ganga frá þessu." Pulis sjálfur sagði að Eiður væri stórkostlegur fengur. „Eiður er magnaður leikmaður sem hefur staðið sig vel á meðal þeirra bestu. Það er hægt að benda á það með sigri Tottenham hérna í apríl þar sem hann skoraði meðal annars. Hann sýndi knattspyrnuheilann sem hann býr yfir og leikskilninginn í hæsta gæðaflokki. Hann mun búa til fleiri mörk fyrir okkur," sagði Pulis. Eiður sagði sjálfur að hann myndi vel eftir andrúmsloftinu á Britannia-leikvangnum. „Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila. Stuðningsmennirnir hérna eru frábærir og ég man alltaf eftir andrúmsloftinu hérna. Ég skoraði hérna fyrir stuttu fyrir Tottenham, kannski skulda ég stuðningsmönnunum þessvegna eitthvað. Vonandi get ég skorað nokkur mörk fyrir þá," sagði Eiður. „Ég er metnaðarfullur leikmaður og þetta er metnaðarfullt knattspyrnufélag. Ég vil hjálpa því að komast á næsta stig, það er mitt aðalmarkmið," sagði Eiður. Stoke hefur tapað öllum þremur leikjunum í deildinni, fyrir Chelsea, Tottenham og Wolves. Félagið gekk í gær frá samningum við þrjá aðra leikmenn, Salif Diao, Jermaine Pennant og Marc Wilson. Eiður hefur á ferlinum leikið með Val, PSV Eindhoven, KR, Bolton, Chelsea, Barcelona, Monaco og Tottenham. Stoke er því níunda félag Eiðs sem verður 32 ára gamall eftir tvær vikur. Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen gekk frá eins árs löngum lánssamningi við Stoke seinni partinn í gær, rétt áður en félagaskiptaglugganum lokaði á Englandi. Hann verður því án félags eftir tímabilið þar sem hann verður þá samningslaus hjá Monaco. Eiður spilaði aðeins níu leiki fyrir franska félagið, sex í byrjunarliðinu. Samkvæmt fréttum frá Englandi í gær gekk erfiðlega hjá Eiði og Monaco að ganga frá samningum um launamál. Eiður er talinn fá um 75 þúsund pund í vikulaun frá Monaco en deilur um hvernig Stoke, eða eitthvert annað félag sem hefði áhuga á Eiði, og franska félagið ættu að skipta launagreiðslum á milli sín töfðu samninginn. Það var ekki fyrr en Eiður gaf eftir tíu þúsund pund, eða 1,8 milljónir króna, af vikulaununum að samningar náðust. Ekki náðist í Arnór Guðjohnsen, föður og umboðsmann Eiðs, til að fá nánari útskýringar á málinu. Hugsanlegt er að það sé ástæða þess að Eiður gekk ekki frá samningum við neitt félag fyrr en á síðasta degi gluggans. Hann flaug ekki til viðræðna hjá Stoke fyrr en í gær en var á Íslandi á mánudaginn. Fjölmiðlafulltrúi Monaco neitaði að tjá sig um málið þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Saga Íslendinga hjá Stoke er mikil. Það var í eigu Íslendinga frá 1999 til 2006. Gunnar Gíslason var stjórnarformaður þess en það kostaði 6,6 milljónir punda. Guðjón Þórðarson tók við félaginu og stýrði því í þrjú ár. Eiður verður fimmtándi Íslendingurinn til að spila með Stoke. Í Fréttablaðinu æí dag má sjá hverjir leikmennirnir eru og hversu marga leiki þeir spiluðu fyrir Stoke. „Ég er í skýjunum með að koma hingað. Þetta er ný áskorun fyrir mig, stór áskorun, en ég hlakka mikið til hennar," sagði Eiður á heimasíðu Stoke í gær. Eiður sagði að hann hefði rætt við stjórann, Tony Pulis, og sannfærst um að Stoke væri réttur kostur fyrir sig. „Eftir að hafa talað við hann um félagið og metnað þess sannfærði hann mig alveg og ég er virkilega ánægður með að ganga frá þessu." Pulis sjálfur sagði að Eiður væri stórkostlegur fengur. „Eiður er magnaður leikmaður sem hefur staðið sig vel á meðal þeirra bestu. Það er hægt að benda á það með sigri Tottenham hérna í apríl þar sem hann skoraði meðal annars. Hann sýndi knattspyrnuheilann sem hann býr yfir og leikskilninginn í hæsta gæðaflokki. Hann mun búa til fleiri mörk fyrir okkur," sagði Pulis. Eiður sagði sjálfur að hann myndi vel eftir andrúmsloftinu á Britannia-leikvangnum. „Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila. Stuðningsmennirnir hérna eru frábærir og ég man alltaf eftir andrúmsloftinu hérna. Ég skoraði hérna fyrir stuttu fyrir Tottenham, kannski skulda ég stuðningsmönnunum þessvegna eitthvað. Vonandi get ég skorað nokkur mörk fyrir þá," sagði Eiður. „Ég er metnaðarfullur leikmaður og þetta er metnaðarfullt knattspyrnufélag. Ég vil hjálpa því að komast á næsta stig, það er mitt aðalmarkmið," sagði Eiður. Stoke hefur tapað öllum þremur leikjunum í deildinni, fyrir Chelsea, Tottenham og Wolves. Félagið gekk í gær frá samningum við þrjá aðra leikmenn, Salif Diao, Jermaine Pennant og Marc Wilson. Eiður hefur á ferlinum leikið með Val, PSV Eindhoven, KR, Bolton, Chelsea, Barcelona, Monaco og Tottenham. Stoke er því níunda félag Eiðs sem verður 32 ára gamall eftir tvær vikur.
Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Sjá meira