Eiður fórnar 1,8 milljónum á viku fyrir Stoke Hjalti Þór Hreinsson skrifar 1. september 2010 08:30 AFP Eiður Smári Guðjohnsen gekk frá eins árs löngum lánssamningi við Stoke seinni partinn í gær, rétt áður en félagaskiptaglugganum lokaði á Englandi. Hann verður því án félags eftir tímabilið þar sem hann verður þá samningslaus hjá Monaco. Eiður spilaði aðeins níu leiki fyrir franska félagið, sex í byrjunarliðinu. Samkvæmt fréttum frá Englandi í gær gekk erfiðlega hjá Eiði og Monaco að ganga frá samningum um launamál. Eiður er talinn fá um 75 þúsund pund í vikulaun frá Monaco en deilur um hvernig Stoke, eða eitthvert annað félag sem hefði áhuga á Eiði, og franska félagið ættu að skipta launagreiðslum á milli sín töfðu samninginn. Það var ekki fyrr en Eiður gaf eftir tíu þúsund pund, eða 1,8 milljónir króna, af vikulaununum að samningar náðust. Ekki náðist í Arnór Guðjohnsen, föður og umboðsmann Eiðs, til að fá nánari útskýringar á málinu. Hugsanlegt er að það sé ástæða þess að Eiður gekk ekki frá samningum við neitt félag fyrr en á síðasta degi gluggans. Hann flaug ekki til viðræðna hjá Stoke fyrr en í gær en var á Íslandi á mánudaginn. Fjölmiðlafulltrúi Monaco neitaði að tjá sig um málið þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Saga Íslendinga hjá Stoke er mikil. Það var í eigu Íslendinga frá 1999 til 2006. Gunnar Gíslason var stjórnarformaður þess en það kostaði 6,6 milljónir punda. Guðjón Þórðarson tók við félaginu og stýrði því í þrjú ár. Eiður verður fimmtándi Íslendingurinn til að spila með Stoke. Í Fréttablaðinu æí dag má sjá hverjir leikmennirnir eru og hversu marga leiki þeir spiluðu fyrir Stoke. „Ég er í skýjunum með að koma hingað. Þetta er ný áskorun fyrir mig, stór áskorun, en ég hlakka mikið til hennar," sagði Eiður á heimasíðu Stoke í gær. Eiður sagði að hann hefði rætt við stjórann, Tony Pulis, og sannfærst um að Stoke væri réttur kostur fyrir sig. „Eftir að hafa talað við hann um félagið og metnað þess sannfærði hann mig alveg og ég er virkilega ánægður með að ganga frá þessu." Pulis sjálfur sagði að Eiður væri stórkostlegur fengur. „Eiður er magnaður leikmaður sem hefur staðið sig vel á meðal þeirra bestu. Það er hægt að benda á það með sigri Tottenham hérna í apríl þar sem hann skoraði meðal annars. Hann sýndi knattspyrnuheilann sem hann býr yfir og leikskilninginn í hæsta gæðaflokki. Hann mun búa til fleiri mörk fyrir okkur," sagði Pulis. Eiður sagði sjálfur að hann myndi vel eftir andrúmsloftinu á Britannia-leikvangnum. „Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila. Stuðningsmennirnir hérna eru frábærir og ég man alltaf eftir andrúmsloftinu hérna. Ég skoraði hérna fyrir stuttu fyrir Tottenham, kannski skulda ég stuðningsmönnunum þessvegna eitthvað. Vonandi get ég skorað nokkur mörk fyrir þá," sagði Eiður. „Ég er metnaðarfullur leikmaður og þetta er metnaðarfullt knattspyrnufélag. Ég vil hjálpa því að komast á næsta stig, það er mitt aðalmarkmið," sagði Eiður. Stoke hefur tapað öllum þremur leikjunum í deildinni, fyrir Chelsea, Tottenham og Wolves. Félagið gekk í gær frá samningum við þrjá aðra leikmenn, Salif Diao, Jermaine Pennant og Marc Wilson. Eiður hefur á ferlinum leikið með Val, PSV Eindhoven, KR, Bolton, Chelsea, Barcelona, Monaco og Tottenham. Stoke er því níunda félag Eiðs sem verður 32 ára gamall eftir tvær vikur. Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen gekk frá eins árs löngum lánssamningi við Stoke seinni partinn í gær, rétt áður en félagaskiptaglugganum lokaði á Englandi. Hann verður því án félags eftir tímabilið þar sem hann verður þá samningslaus hjá Monaco. Eiður spilaði aðeins níu leiki fyrir franska félagið, sex í byrjunarliðinu. Samkvæmt fréttum frá Englandi í gær gekk erfiðlega hjá Eiði og Monaco að ganga frá samningum um launamál. Eiður er talinn fá um 75 þúsund pund í vikulaun frá Monaco en deilur um hvernig Stoke, eða eitthvert annað félag sem hefði áhuga á Eiði, og franska félagið ættu að skipta launagreiðslum á milli sín töfðu samninginn. Það var ekki fyrr en Eiður gaf eftir tíu þúsund pund, eða 1,8 milljónir króna, af vikulaununum að samningar náðust. Ekki náðist í Arnór Guðjohnsen, föður og umboðsmann Eiðs, til að fá nánari útskýringar á málinu. Hugsanlegt er að það sé ástæða þess að Eiður gekk ekki frá samningum við neitt félag fyrr en á síðasta degi gluggans. Hann flaug ekki til viðræðna hjá Stoke fyrr en í gær en var á Íslandi á mánudaginn. Fjölmiðlafulltrúi Monaco neitaði að tjá sig um málið þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Saga Íslendinga hjá Stoke er mikil. Það var í eigu Íslendinga frá 1999 til 2006. Gunnar Gíslason var stjórnarformaður þess en það kostaði 6,6 milljónir punda. Guðjón Þórðarson tók við félaginu og stýrði því í þrjú ár. Eiður verður fimmtándi Íslendingurinn til að spila með Stoke. Í Fréttablaðinu æí dag má sjá hverjir leikmennirnir eru og hversu marga leiki þeir spiluðu fyrir Stoke. „Ég er í skýjunum með að koma hingað. Þetta er ný áskorun fyrir mig, stór áskorun, en ég hlakka mikið til hennar," sagði Eiður á heimasíðu Stoke í gær. Eiður sagði að hann hefði rætt við stjórann, Tony Pulis, og sannfærst um að Stoke væri réttur kostur fyrir sig. „Eftir að hafa talað við hann um félagið og metnað þess sannfærði hann mig alveg og ég er virkilega ánægður með að ganga frá þessu." Pulis sjálfur sagði að Eiður væri stórkostlegur fengur. „Eiður er magnaður leikmaður sem hefur staðið sig vel á meðal þeirra bestu. Það er hægt að benda á það með sigri Tottenham hérna í apríl þar sem hann skoraði meðal annars. Hann sýndi knattspyrnuheilann sem hann býr yfir og leikskilninginn í hæsta gæðaflokki. Hann mun búa til fleiri mörk fyrir okkur," sagði Pulis. Eiður sagði sjálfur að hann myndi vel eftir andrúmsloftinu á Britannia-leikvangnum. „Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila. Stuðningsmennirnir hérna eru frábærir og ég man alltaf eftir andrúmsloftinu hérna. Ég skoraði hérna fyrir stuttu fyrir Tottenham, kannski skulda ég stuðningsmönnunum þessvegna eitthvað. Vonandi get ég skorað nokkur mörk fyrir þá," sagði Eiður. „Ég er metnaðarfullur leikmaður og þetta er metnaðarfullt knattspyrnufélag. Ég vil hjálpa því að komast á næsta stig, það er mitt aðalmarkmið," sagði Eiður. Stoke hefur tapað öllum þremur leikjunum í deildinni, fyrir Chelsea, Tottenham og Wolves. Félagið gekk í gær frá samningum við þrjá aðra leikmenn, Salif Diao, Jermaine Pennant og Marc Wilson. Eiður hefur á ferlinum leikið með Val, PSV Eindhoven, KR, Bolton, Chelsea, Barcelona, Monaco og Tottenham. Stoke er því níunda félag Eiðs sem verður 32 ára gamall eftir tvær vikur.
Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira