Eiður fórnar 1,8 milljónum á viku fyrir Stoke Hjalti Þór Hreinsson skrifar 1. september 2010 08:30 AFP Eiður Smári Guðjohnsen gekk frá eins árs löngum lánssamningi við Stoke seinni partinn í gær, rétt áður en félagaskiptaglugganum lokaði á Englandi. Hann verður því án félags eftir tímabilið þar sem hann verður þá samningslaus hjá Monaco. Eiður spilaði aðeins níu leiki fyrir franska félagið, sex í byrjunarliðinu. Samkvæmt fréttum frá Englandi í gær gekk erfiðlega hjá Eiði og Monaco að ganga frá samningum um launamál. Eiður er talinn fá um 75 þúsund pund í vikulaun frá Monaco en deilur um hvernig Stoke, eða eitthvert annað félag sem hefði áhuga á Eiði, og franska félagið ættu að skipta launagreiðslum á milli sín töfðu samninginn. Það var ekki fyrr en Eiður gaf eftir tíu þúsund pund, eða 1,8 milljónir króna, af vikulaununum að samningar náðust. Ekki náðist í Arnór Guðjohnsen, föður og umboðsmann Eiðs, til að fá nánari útskýringar á málinu. Hugsanlegt er að það sé ástæða þess að Eiður gekk ekki frá samningum við neitt félag fyrr en á síðasta degi gluggans. Hann flaug ekki til viðræðna hjá Stoke fyrr en í gær en var á Íslandi á mánudaginn. Fjölmiðlafulltrúi Monaco neitaði að tjá sig um málið þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Saga Íslendinga hjá Stoke er mikil. Það var í eigu Íslendinga frá 1999 til 2006. Gunnar Gíslason var stjórnarformaður þess en það kostaði 6,6 milljónir punda. Guðjón Þórðarson tók við félaginu og stýrði því í þrjú ár. Eiður verður fimmtándi Íslendingurinn til að spila með Stoke. Í Fréttablaðinu æí dag má sjá hverjir leikmennirnir eru og hversu marga leiki þeir spiluðu fyrir Stoke. „Ég er í skýjunum með að koma hingað. Þetta er ný áskorun fyrir mig, stór áskorun, en ég hlakka mikið til hennar," sagði Eiður á heimasíðu Stoke í gær. Eiður sagði að hann hefði rætt við stjórann, Tony Pulis, og sannfærst um að Stoke væri réttur kostur fyrir sig. „Eftir að hafa talað við hann um félagið og metnað þess sannfærði hann mig alveg og ég er virkilega ánægður með að ganga frá þessu." Pulis sjálfur sagði að Eiður væri stórkostlegur fengur. „Eiður er magnaður leikmaður sem hefur staðið sig vel á meðal þeirra bestu. Það er hægt að benda á það með sigri Tottenham hérna í apríl þar sem hann skoraði meðal annars. Hann sýndi knattspyrnuheilann sem hann býr yfir og leikskilninginn í hæsta gæðaflokki. Hann mun búa til fleiri mörk fyrir okkur," sagði Pulis. Eiður sagði sjálfur að hann myndi vel eftir andrúmsloftinu á Britannia-leikvangnum. „Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila. Stuðningsmennirnir hérna eru frábærir og ég man alltaf eftir andrúmsloftinu hérna. Ég skoraði hérna fyrir stuttu fyrir Tottenham, kannski skulda ég stuðningsmönnunum þessvegna eitthvað. Vonandi get ég skorað nokkur mörk fyrir þá," sagði Eiður. „Ég er metnaðarfullur leikmaður og þetta er metnaðarfullt knattspyrnufélag. Ég vil hjálpa því að komast á næsta stig, það er mitt aðalmarkmið," sagði Eiður. Stoke hefur tapað öllum þremur leikjunum í deildinni, fyrir Chelsea, Tottenham og Wolves. Félagið gekk í gær frá samningum við þrjá aðra leikmenn, Salif Diao, Jermaine Pennant og Marc Wilson. Eiður hefur á ferlinum leikið með Val, PSV Eindhoven, KR, Bolton, Chelsea, Barcelona, Monaco og Tottenham. Stoke er því níunda félag Eiðs sem verður 32 ára gamall eftir tvær vikur. Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen gekk frá eins árs löngum lánssamningi við Stoke seinni partinn í gær, rétt áður en félagaskiptaglugganum lokaði á Englandi. Hann verður því án félags eftir tímabilið þar sem hann verður þá samningslaus hjá Monaco. Eiður spilaði aðeins níu leiki fyrir franska félagið, sex í byrjunarliðinu. Samkvæmt fréttum frá Englandi í gær gekk erfiðlega hjá Eiði og Monaco að ganga frá samningum um launamál. Eiður er talinn fá um 75 þúsund pund í vikulaun frá Monaco en deilur um hvernig Stoke, eða eitthvert annað félag sem hefði áhuga á Eiði, og franska félagið ættu að skipta launagreiðslum á milli sín töfðu samninginn. Það var ekki fyrr en Eiður gaf eftir tíu þúsund pund, eða 1,8 milljónir króna, af vikulaununum að samningar náðust. Ekki náðist í Arnór Guðjohnsen, föður og umboðsmann Eiðs, til að fá nánari útskýringar á málinu. Hugsanlegt er að það sé ástæða þess að Eiður gekk ekki frá samningum við neitt félag fyrr en á síðasta degi gluggans. Hann flaug ekki til viðræðna hjá Stoke fyrr en í gær en var á Íslandi á mánudaginn. Fjölmiðlafulltrúi Monaco neitaði að tjá sig um málið þegar Fréttablaðið ræddi við hann í gærkvöldi. Saga Íslendinga hjá Stoke er mikil. Það var í eigu Íslendinga frá 1999 til 2006. Gunnar Gíslason var stjórnarformaður þess en það kostaði 6,6 milljónir punda. Guðjón Þórðarson tók við félaginu og stýrði því í þrjú ár. Eiður verður fimmtándi Íslendingurinn til að spila með Stoke. Í Fréttablaðinu æí dag má sjá hverjir leikmennirnir eru og hversu marga leiki þeir spiluðu fyrir Stoke. „Ég er í skýjunum með að koma hingað. Þetta er ný áskorun fyrir mig, stór áskorun, en ég hlakka mikið til hennar," sagði Eiður á heimasíðu Stoke í gær. Eiður sagði að hann hefði rætt við stjórann, Tony Pulis, og sannfærst um að Stoke væri réttur kostur fyrir sig. „Eftir að hafa talað við hann um félagið og metnað þess sannfærði hann mig alveg og ég er virkilega ánægður með að ganga frá þessu." Pulis sjálfur sagði að Eiður væri stórkostlegur fengur. „Eiður er magnaður leikmaður sem hefur staðið sig vel á meðal þeirra bestu. Það er hægt að benda á það með sigri Tottenham hérna í apríl þar sem hann skoraði meðal annars. Hann sýndi knattspyrnuheilann sem hann býr yfir og leikskilninginn í hæsta gæðaflokki. Hann mun búa til fleiri mörk fyrir okkur," sagði Pulis. Eiður sagði sjálfur að hann myndi vel eftir andrúmsloftinu á Britannia-leikvangnum. „Ég get ekki beðið eftir því að byrja að spila. Stuðningsmennirnir hérna eru frábærir og ég man alltaf eftir andrúmsloftinu hérna. Ég skoraði hérna fyrir stuttu fyrir Tottenham, kannski skulda ég stuðningsmönnunum þessvegna eitthvað. Vonandi get ég skorað nokkur mörk fyrir þá," sagði Eiður. „Ég er metnaðarfullur leikmaður og þetta er metnaðarfullt knattspyrnufélag. Ég vil hjálpa því að komast á næsta stig, það er mitt aðalmarkmið," sagði Eiður. Stoke hefur tapað öllum þremur leikjunum í deildinni, fyrir Chelsea, Tottenham og Wolves. Félagið gekk í gær frá samningum við þrjá aðra leikmenn, Salif Diao, Jermaine Pennant og Marc Wilson. Eiður hefur á ferlinum leikið með Val, PSV Eindhoven, KR, Bolton, Chelsea, Barcelona, Monaco og Tottenham. Stoke er því níunda félag Eiðs sem verður 32 ára gamall eftir tvær vikur.
Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira