Enski boltinn

Mótmæli gegn Glazer-fjölskyldunni hafa áhrif á miðasölu

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Grænn og gulur eru einkennislitir þeirra sem mótmæla.
Grænn og gulur eru einkennislitir þeirra sem mótmæla. AFP
Mótmæli gagnvart eigendum Manchester United kemur niður á miðasölu félagsins. Þetta segir stjórnarformaðurinn David Gill.

Stefnt var á að selja 54 þúsund ársmiða en 2000 slíkir eru enn til sölu.

Þeir sem mótmæla Glazer fjölskyldunni hafa því að hluta til náð takmarki sínu.

Gill segir þó að ekki megi rýna of hart í þessar tölur. "Við erum að seja fleiri ársmiða heldur en vellir nánast allra hinna félaganna taka," sagði stjórnarformaðurinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×