Enski boltinn

Liverpool reyndi að fá Cole og Pavlyuchenko

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roy Hodgson, stjóri Liverpool.
Roy Hodgson, stjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Það var nóg um að vera á lokadegi félagaskiptagluggans í Englandi í gær en enskir fjölmiðlar segja vera eina stærstu frétt dagsins er hvað Liverpool mistókst að gera fyrir lok gluggans.

The Guardian segir að Roy Hodgson, stjóri Liverpool, hafi reynt að finna bæta í sóknarlínu Liverpool sem hafi um of stólað á Fernando Torres að undanförnu. Torres hafi mikið verið meiddur og því hafi verið nauðsynlegt að styrkja leikmannahópinn með sóknarmönnum.

Í því skyni hafi hann reynt að fá Carlton Cole frá West Ham í gær og boðið félaginu ýmsilegt í skiptum, bæði peninga og leikmenn.

Hogdson er sagður hafa boðið þá Lucas Leiva og Ryan Babel í skiptum en að hvorugur hafi viljað fara til West Ham.

Babel er reyndar sagður hafa farið með þyrlu til Lundúna en svo skrifaði hann á Twitter-síðu sinni að hann færi hvergi. Þá er talið að félögin hafi ekki komist að samkomulagi um hversu mikils virði Babel væri.

Enskir fjölmiðlar sögðu einnig frá því að Hogdson hafi reynt að fá Roman Pavlyuchenko frá Tottenham en að Harry Redknapp, stjóri liðsins, hafi ekki viljað sleppa honum.

Fleiri sóknarmenn hafa verið orðaðir við Liverpool sem ekki komu fyrir lok félagaskiptagluggans. Ola Toivonen, leikamður PSV Eindhoven, var sagður of dýr fyrri Liverpool og þá mun Bayern München neitað að lána félaginu Mario Gomez. Eiður Smári Guðjohnsen var einnig orðaður við Liverpool en hann samdi við Stoke City í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×