Enski boltinn

Hleb segist hafa hafnað Tottenham og Liverpool

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Alexander Hleb segist hafa hafnað Liverpool og Tottenham til að ganga í raðir Birmingham. Hann fór frá Barcelona á láni út tímabilið.

Hleb var í láni hjá Stuttgart á síðasta tímabili.

"Það voru mörg tilboð í gangi, meðal annars frá Liverpool, Tottenham og Benfica. En það þarf að skoða alla kosti vandlega. Það var ekki hægt að ná samkomulagi við suma. Birmingham vildi mig meira en allir aðrir og því vildi ég fara til þess," sagði Hleb.

"Birmingham er stöðugt félag og stjórinn er góður. Þeir eru ekki Arsenal sem spilar í Meistaradeildinni á hverju ári en fyrir mig er nauðsynlegt að spila reglulega," sagði Hvít-Rússinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×