Enski boltinn

Peningasóun ef West Ham fær ekki leikvanginn

Elvar Geir Magnússon skrifar

David Sullivan, annar eiganda West Ham, er æfur yfir þeim áætlunum að breyta Ólympíuleikvangnum í London í frjálsíþróttavöll eftir að leikunum lýkur.

Sullivan kallar þetta sóun á peningum skattborgara. Bygging vallarins kostar 537 milljónir punda en hann mun í upphafi taka 80 þúsund manns í sæti. Eftir leikana 2012 á síðan að minnka hann niður í 25 þúsund manna völl.

Sullivan vill meina að eina skynsamlega lausnin væri að minnka leikvanginn niður í 60 þúsund sæta mannvirki sem West Ham gæti leigt undir starfssemi sína.

„Emirates-leikvangur Arsenal kostaði helminginn af því sem þessi leikvangur kostar. Samt á hann bara að vera svona til bráðabirgða," sagði Sullivan sem vill fá svipaðan samning og Manchester City fékk frá borgaryfirvöldum í Manchester.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×