Fótbolti

Hollendingurinn Cruyff heldur með Spáni - fótboltans vegna

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Johan Cruyff, hollenska goðsögnin, tippar á Spánverja gegn löndum sínum annað kvöld. Hann segir að það yrði betra fyrir fótboltann ef Barcelona-fótboltinn sem Spánn spilar ynni HM. Einir sex til sjö leikmenn spænska byrjunarliðsins spila með Barcelona, Carles Puyol, Gerard Pique, Sergio Busquets, Xavi, Andres Iniesta, David Villa og hugsanlega Pedro. Cruyff stýrði Barcelona á árum áður, frá 1988-1996. "Spánverjar eru sigurstranglegri. Liðið hefur vaxið og það er upp á sitt besta. Þjóðverjar spiluðu leik sem hefði unnið nánast öll lið, en ekki Spán," sagði Cruyff. "Spánn, endurgerð af Barcelona, er besta auglýsingin fyrir fótboltann. Hvern styð ég í leiknum? Ég er hollenskur en ég styð fótboltann sem Spánn spilar," sagði Cruyff.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×