Lífið

Rihanna í vax

Rihanna sá vaxmynd af sjálfri sér á Madame Tussaud-safninu í Washington.
Rihanna sá vaxmynd af sjálfri sér á Madame Tussaud-safninu í Washington.

Madame Tussaud-safnið í Washington afhjúpaði á þriðjudaginn vaxmynd af söngkonunni Rihönnu.

Söngkonan sjálf var ekki viðstödd vígsluna en talsmaður safnsins upplýsti að hún hefði fengið að koma og sjá vaxmyndina í síðustu viku. „Hún féll algjörlega fyrir henni,“ lét talsmaðurinn hafa eftir sér. Rihanna er klædd í sömu föt og á tískuvikunni í París á þessu ári.

Hún skartar nú rauðu hári og sagði á twitter-síðunni sinni að það væri ansi stutt í næstu útgáfu. Í skilaboðum til útvarpsmannsins Ryan Seacrest skrifaði hún að lagið væri væntanlegt innan tíu daga. „Og þú átt eftir að spila það aftur og aftur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.